Stelpurnar okkar náðu sér ekki á strik á móti sterku liði Stjörnunar á laugard. en leikið var í Mýrinni í Garðabæ. Leikurinn var aldrei spennandi og Stjarnan með yfirhöndina allan leikinn, Staðan í hálfleik 17 -11. Það urðu ekki miklar breytingar í þeim síðari Stjarnan silgdi áfram og við eltum og það fór þannig að lokatölur urðu 27-21, Ragnheiður stóð sig bærilega að vanda og setti 9 mörk, Marthe Sördal 3, María Karlsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 1, Karólína Vilborg Torfadóttir 1.
Áfram FRAM