fbpx
O

Leikmannakynning – Hafsteinn Briem

O

Nafn: Hafsteinn Briem.
Aldur: 22 ára.

Starf/nám: Full time father.
Hjúskaparstaða: Í sambúð og á átta mánaða gutta sem heitir Marel.
Uppeldisfélag: HK.
Einnig leikið með: Valur og Haukar.
Af hverju FRAM: Sögufrægt félag og einn af þessum risastóru klúbbum á Íslandi. Góð umgjörð og flott fólk sem starfar í kringum liðið.
Titlar: Hefði verið skotfastastur á Shellmótinu 2001 ef ég hefði verið í takkaskóm. Mun aldrei fyrirgefa fararstjóranum fyrir að hafa gleymt að láta mig taka þá með. Annars hef ég aldrei unnið titil sem er í frásögur færandi.
Landsleikir: 7 U17 og 4 U19
Önnur afrek á fótboltavellinum? Sturluð staðreynd. Ég er tæplega 190 cm en nota skó númer 40.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Kanye West.
Besta platan: Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta.
Besta bókin: Fésbókin.
Besta bíómyndin: Shutter Island, Stella í orlofi og Dumb and Dumber.
Fyrirmynd í lífinu: Pass.
Skemmtilegasta útlandið: USA.
Uppáhaldsmatur: Pizza sem er einmitt minn mesti óvinur í lífinu.
Furðulegasti matur: Hrogn er eins furðulegt og það er vont.
Hjátrú (tengd fótbolta): Ekkert.
Undirbúningur fyrir leiki: Reyni að vakna alltaf mjög snemma í morgunmat og tek svo góða lögn. Göngutúr og sturta og þá er ég góður.
Kóngurinn í klefanum: Ósvald er duglegur að rífa kjaft við menn og halda eldri leikmönnum á mottunni. Eins og sást í leiknum gegn Leikni í Reykjavíkurmótinu þegar hann sagði Jóa Kalla að færa sig af því hann ætlaði að taka þessa aukaspyrnu.
Fyndni gaurinn í klefanum: Halldór Arnarsson.
Uppáhaldslið utan Íslands: Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: It’s coming home. Enskir hirða gullið og King Stevie Gerrard lokar landsliðsferlinum á viðeigandi hátt.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Steven Gerrard var það alltaf en þegar ég áttaði mig á að ég yrði aldrei eins leikmaður og hann hef ég mikið fylgst með skriðdrekanum Big Tom Huddlestone. Vanmetinn leikmaður.
Markmið með FRAM árið 2014: Spila sem flestar mínútur. Ná árangri á öllum vígsstöðum, í deildinni, verja bikarinn og í Evrópukeppninni. Vonandi á Old Trafford ef þeir ná Europa League sæti.

Knattspyrnudeild FRAM 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email