fbpx
O

Leikmannakynning – Hafsteinn Briem

O

Nafn: Hafsteinn Briem.
Aldur: 22 ára.

Starf/nám: Full time father.
Hjúskaparstaða: Í sambúð og á átta mánaða gutta sem heitir Marel.
Uppeldisfélag: HK.
Einnig leikið með: Valur og Haukar.
Af hverju FRAM: Sögufrægt félag og einn af þessum risastóru klúbbum á Íslandi. Góð umgjörð og flott fólk sem starfar í kringum liðið.
Titlar: Hefði verið skotfastastur á Shellmótinu 2001 ef ég hefði verið í takkaskóm. Mun aldrei fyrirgefa fararstjóranum fyrir að hafa gleymt að láta mig taka þá með. Annars hef ég aldrei unnið titil sem er í frásögur færandi.
Landsleikir: 7 U17 og 4 U19
Önnur afrek á fótboltavellinum? Sturluð staðreynd. Ég er tæplega 190 cm en nota skó númer 40.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Kanye West.
Besta platan: Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta.
Besta bókin: Fésbókin.
Besta bíómyndin: Shutter Island, Stella í orlofi og Dumb and Dumber.
Fyrirmynd í lífinu: Pass.
Skemmtilegasta útlandið: USA.
Uppáhaldsmatur: Pizza sem er einmitt minn mesti óvinur í lífinu.
Furðulegasti matur: Hrogn er eins furðulegt og það er vont.
Hjátrú (tengd fótbolta): Ekkert.
Undirbúningur fyrir leiki: Reyni að vakna alltaf mjög snemma í morgunmat og tek svo góða lögn. Göngutúr og sturta og þá er ég góður.
Kóngurinn í klefanum: Ósvald er duglegur að rífa kjaft við menn og halda eldri leikmönnum á mottunni. Eins og sást í leiknum gegn Leikni í Reykjavíkurmótinu þegar hann sagði Jóa Kalla að færa sig af því hann ætlaði að taka þessa aukaspyrnu.
Fyndni gaurinn í klefanum: Halldór Arnarsson.
Uppáhaldslið utan Íslands: Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: It’s coming home. Enskir hirða gullið og King Stevie Gerrard lokar landsliðsferlinum á viðeigandi hátt.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Steven Gerrard var það alltaf en þegar ég áttaði mig á að ég yrði aldrei eins leikmaður og hann hef ég mikið fylgst með skriðdrekanum Big Tom Huddlestone. Vanmetinn leikmaður.
Markmið með FRAM árið 2014: Spila sem flestar mínútur. Ná árangri á öllum vígsstöðum, í deildinni, verja bikarinn og í Evrópukeppninni. Vonandi á Old Trafford ef þeir ná Europa League sæti.

Knattspyrnudeild FRAM 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!