O

Leikmannakynning – Arnþór Ari Atlason

ONafn: Arnþór Ari Atlason
Aldur: 20 ára

Starf/nám: Nemi við Háskólann í Reykjavík.
Hjúskaparstaða: Er í sambandi.
Uppeldisfélag: Þróttur.
Einnig leikið með: Bara Þrótti og Fram.
Af hverju FRAM: Mér líst mjög vel á stefnuna hjá félaginu að leggja meiri ábyrgð á unga leikmenn. Fram er svo náttúrulega í Evrópukeppninni sem er mjög spennandi. Aðstæðurnar eru einnig mjög góðar og svo er einnig mikill metnaður hjá félaginu.
Titlar: Enginn enn sem komið er.
Landsleikir: 2 leikir fyrir U19.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Í 3.flokki náði ég að skora þrjú mörk í sama leiknum á móti Selfossi og það allt úr vítaspyrnum. Leikurinn endaði reyndar 10-1. Furðulegur leikur.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit:  King JT eða Justin Timberlake fær mitt atkvæði þarna. Með algjöra yfirburði þegar kemur að tónlist.
Besta platan: Future sex lovesound með Justin Timberlake.
Besta bókin: Viðurkenni að ég les nú ekki mikið. Segjum bara Mýrin eftir Arnald Indriðason.
Besta bíómyndin: Dodgeball.
Fyrirmynd í lífinu: Eldri systkini mín, Eiríkur og Katrín, fá að deila þessum heiðri.
Skemmtilegasta útlandið: Florida er ágætur staður.
Uppáhaldsmatur: Hreindýr sem pabbi eldar á jólunum.
Furðulegasti matur: Ætli það sé ekki froskalappir, það var ekkert það besta sem ég hef smakkað.
Hjátrú (tengd fótbolta): Engin.
Undirbúningur fyrir leiki: Það er oftast bara svipaður undirbúningur. Ná góðum svefni nóttina fyrir leik. Borða svo vel á leikdegi og ná kannski að leggja sig smá, þá er maður klár.
Kóngurinn í klefanum: Ætli það sé ekki Ömmi, hann minnsta kosti heldur að hann sé kóngurinn.
Fyndni gaurinn í klefanum: Dúddi (Halldór Arnarsson) fær þann heiður að vera jókerinn í klefanum.
Uppáhaldslið utan Íslands: Að sjálfsögðu Man.Utd.
Hver vinnur HM 2014: Held að Brasilía taki þetta.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Feiti, brasilíski Ronaldo var alltaf fyrirmyndin mín þegar ég var yngri og er það ennþá.
Markmið með FRAM árið 2014: Að ná sem lengst í öllum keppnum. Enda ofar í deildinni en í fyrra og verja bikarinn sem vannst seinasta sumar. Væri svo mjög gaman að komast í gegnum nokkrar viðureignir í Evrópukeppninni.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email