fbpx
O

Leikmannakynning – Arnþór Ari Atlason

ONafn: Arnþór Ari Atlason
Aldur: 20 ára

Starf/nám: Nemi við Háskólann í Reykjavík.
Hjúskaparstaða: Er í sambandi.
Uppeldisfélag: Þróttur.
Einnig leikið með: Bara Þrótti og Fram.
Af hverju FRAM: Mér líst mjög vel á stefnuna hjá félaginu að leggja meiri ábyrgð á unga leikmenn. Fram er svo náttúrulega í Evrópukeppninni sem er mjög spennandi. Aðstæðurnar eru einnig mjög góðar og svo er einnig mikill metnaður hjá félaginu.
Titlar: Enginn enn sem komið er.
Landsleikir: 2 leikir fyrir U19.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Í 3.flokki náði ég að skora þrjú mörk í sama leiknum á móti Selfossi og það allt úr vítaspyrnum. Leikurinn endaði reyndar 10-1. Furðulegur leikur.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit:  King JT eða Justin Timberlake fær mitt atkvæði þarna. Með algjöra yfirburði þegar kemur að tónlist.
Besta platan: Future sex lovesound með Justin Timberlake.
Besta bókin: Viðurkenni að ég les nú ekki mikið. Segjum bara Mýrin eftir Arnald Indriðason.
Besta bíómyndin: Dodgeball.
Fyrirmynd í lífinu: Eldri systkini mín, Eiríkur og Katrín, fá að deila þessum heiðri.
Skemmtilegasta útlandið: Florida er ágætur staður.
Uppáhaldsmatur: Hreindýr sem pabbi eldar á jólunum.
Furðulegasti matur: Ætli það sé ekki froskalappir, það var ekkert það besta sem ég hef smakkað.
Hjátrú (tengd fótbolta): Engin.
Undirbúningur fyrir leiki: Það er oftast bara svipaður undirbúningur. Ná góðum svefni nóttina fyrir leik. Borða svo vel á leikdegi og ná kannski að leggja sig smá, þá er maður klár.
Kóngurinn í klefanum: Ætli það sé ekki Ömmi, hann minnsta kosti heldur að hann sé kóngurinn.
Fyndni gaurinn í klefanum: Dúddi (Halldór Arnarsson) fær þann heiður að vera jókerinn í klefanum.
Uppáhaldslið utan Íslands: Að sjálfsögðu Man.Utd.
Hver vinnur HM 2014: Held að Brasilía taki þetta.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Feiti, brasilíski Ronaldo var alltaf fyrirmyndin mín þegar ég var yngri og er það ennþá.
Markmið með FRAM árið 2014: Að ná sem lengst í öllum keppnum. Enda ofar í deildinni en í fyrra og verja bikarinn sem vannst seinasta sumar. Væri svo mjög gaman að komast í gegnum nokkrar viðureignir í Evrópukeppninni.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!