fbpx
5 vefur

Stelpurnar í 5. fl.kv. stóðu sig vel um liðna helgi.

5. fl.kv. GH feb. 2014.Stelpurnar í 5. fl.kv tóku þátt á Íslandsmótinu í handbolta um liðna helgi. Stelpurnar í FRAM GH 1 eru komnar aftur upp í 1.deild en þær unnu alla sína leiki á mótinu, unnu m.a. Selfoss í hörkuúrslitaleik 10-8. Svo stóðu stelpurnar í FRAM GH 2 sig mjög vel, eru alltaf að bæta sig með hverju móti og kræktu í silfur á þessu móti.
Sannarlega flott hjá stelpunum og einnig var haft á orði að foreldrar stúlknanna hefur staðið sig vel á mótinu en stuðningur þeirra var til fyrirmyndar  en foreldrar hjá báðum liðum og fjölskyldumeðlimir fjölmenntu á alla leiki sem er jákvætt.

Rétt er að gera þess að við fengum ekki myndir af GH -2 og ósku hér með eftir því ásamt upplýsingum um gengi stúlkna úr Safamýrinni.

Vel gert stelpur. 5. fl.kv. feb. 2014

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email