Nafn: Guðmundur Magnússon
Aldur: 23 ára.
Starf/nám: Frístundarleiðbeinandi og nemi við Borgarholtsskóla.
Hjúskaparstaða: Er einhleypur maður í foreldrahúsum.
Uppeldisfélag: FRAM.
Einnig leikið með: Spilaði með Víkingi frá Ólafsvík í rúm tvö ár.
Af hverju FRAM: Ég er uppalinn FRAMari og langaði að koma aftur heim. Draumurinn er að spila með FRAM í úrvalsdeildinni. Auðveld ákvörðun.
Titlar: Íslandsmeistari í futsal 2013, Framhaldsskólameistari 2010.
Landsleikir: Hef leikið með uU17, U18 og U19. Samtals 12 leikir og 1 mark.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Mun alltaf standa upp úr hjá mér mark sem ég skoraði á móti Halldóri Arnarssyni þegar hann var með ÍR og var að spila á móti okkur í Ólafsvík í 1.deildinni. Svo náttúrulega það að ég hafi skorað markið sem tryggði Víkingi Ólafsvík fyrsta sigurinn í efstu deild. Verð líka að monta mig af leiknum á Laugardalsvellinum í sumar þar sem ég skoraði á móti FRAM.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Maggi Stef og félagar í Upplyftingu eru alltaf í uppáhaldi.
Besta platan: Jólaplata kaffiklúbbsins Heimis þar sem karlkyns starfsmenn í frístundarheimilinu Laugarseli þöndu raddböndin fyrir jólin 2012.
Besta bókin: Er nú ekki mikill lestrarhestur en allar Disney bækurnar eru helvíti góðar fyrir þær sakir að það er svo gott myndefni í þeim.
Besta bíómyndin: Shawsank Redemption er basic, svo kom The Wolf of Wall Street sterk inn núna á nýja árinu.
Fyrirmynd í lífinu: Ósvald Jarl Trausta er fyrirmyndin mín. Þá er ég að tala um utan vallar, þvílíkur töffari og lífskúnstner. Fleiri sem mættur taka hann sér til fyrirmyndar.
Skemmtilegasta útlandið: Danmörk og svo klikkar sólin á Spáni sjaldan.
Uppáhaldsmatur: Nautakjöt og með því ala pabbi og svo klikkar heimatilbúna pizzan hennar mömmu aldrei.
Furðulegasti matur: Ætla segja hjörtu og lifur, ég hoppaði ekki hæð mína af gleði yfir þeim kvöldmat hérna í den.
Hjátrú (tengd fótbolta): Engin.
Undirbúningur fyrir leiki: Sofa vel í svona 7-8 klst, vera duglegur að borða yfir daginn, tek oftast góða máltíð í hádeginu. Það sem ég geri yfir daginn er mismunandi, reyni að hugsa um leikinn og reyna upplifa í huganum ýmis móment sem geta komið upp í leikjum. Þegar í klefann er komið þá er maður bara að undirbúa sig fyrir leikinn með liðinu, hvernig við leggjum leikinn upp.
Kóngurinn í klefanum: Það er gríðalegra hörð samkeppni á milli nokkurra aðila. King Guðmundur Steinn kemur til greina þar sem hann hefur ekki þagað frá því að hann kom og er Tryggvi Bjarna farinn að hafa áhyggjur af því að hann sé með munnræpu. Ósvald hefur held ég prófað að sitja á öllum stöðum í klefanum svona þegar menn eru ekki mættir og hefur ófáum sinnum verið rekinn í burtu, held hann sé að reyna að merkja sér staðina að hunda sið. Svo má ekki gleyma Geira Gullfaxa, þegar hann labbar inn í klefann má heyra saumnál detta. WHAT A MAN!
Fyndni gaurinn í klefanum: Halldór Arnars.
Uppáhaldslið utan Íslands: Mansteftir Júnæted.
Hver vinnur HM 2014: Þýskaland.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Ég held ég verði að segja CR #7. Án efa sá besti þó að Messi komi ekki þar langt á eftir.
Markmið með FRAM árið 2014: Komast í liðið og halda mér þar. Ná árangri með liðinu í deild, bikar og svo væri ekki leiðinlegt að gera góða hluti í Europa League.