fbpx
Hafdís á móti FH vefur

FRAM úr leik í bikarnum.

Sigurbjörg í leikMeistaraflokkur kvenna í handbolta lék í gær leik í  8 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ.  Mótherjinn var Grótta og fór leikurinn fram á Seltjarnarnesinu.
Það er skemmst frá því að segja að FRAM lenti strax undir  6 – 2 eftir um 10 mínútna leik og það var í raun meiri munur en FRAM réð við í gær.  Lengst af leiknum hafði Grótta þetta 5 – 7 marka forystu.  Það var aðeins um miðjan seinni hálfleikin sem FRAM náði að minnka muninn í 3 mörk en komst ekki nær Gróttu að þessu sinni.  Leiknum lauk með sigri Gróttu 23 – 19.
Þetta var ekki góður leikur af hálfu FRAM, vörnin slök, lítil markvarsla og sóknin ekki góð og skotnýting leikmanna léleg.  Það áttu allir slakan dag í gær.
Þess skal þó getið að Hildur markmaður kom í markið undir lokin og átti ágætis leik varði ein 5 skot á síðustu 12 mínútunum.
Hjá Gróttu átti Íris Björk hins vegar stórleik og varði hátt í 30 skot, mörg úr dauðafærum  og það er erfitt að vinna leiki á móti slíkri markvörslu.

Það verður því ekkert bikaræfintýri meistraflokks kvenna í vetur.

 

Það er ljóst að stelpurnar geta svo mikið mikið mikið betur en þær sýndu í gær og vonandi ná þær að laða fram leikgleðina í næsta leik, sem er erfiður útileikur á laugardaginn á móti Fylki.

 

gþj.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email