fbpx
Stefán darri vefur

Tap gegn eyjamönnum

Siggi og línumaður gegn ÍRÞað verður að setja að okkur Frömmurum hafi ekki verið skemmt í kvöld því leikurinn í kvöld var ekki upp á marga fiska að mörgu leiti. Liðið okkar sem hefur alltaf í vetur leikið vel á heimavelli náði sér einfaldlega ekki á strik í kvöld, sem er fullt, þegar litið er á að mótherjarnir, léku heldur ekki sérlega vel.
Leikurinn byrjaði frekar illa og lítð skorað, mikið af misstökum í sóknarleik okkar manna og lítið að gerast þar.   Eyjamenn  leiddu allan hálfleikinn þó við hefðum getað komist inn í leikinn en nýttum það mjög illa, þar á meðal fóru 3 vítaköst í vaskinn. Staðan í hálfleik 8-10.
Það má segja að leikurinn hafi þróast svipað í seinni hálfleik, sóknarleikurinn gekk illa og misstökin alltof mörg  til að vinna leik. Eyjamenn leiddu allan seinni hálfleikinn og við náðum aldrei að ógna þeim af einhverju viti, til þess var sóknarleikurinn ekki nægjanlega góður og of  lítið framlag frá of mörgum leikmönnum FRAM í  kvöld. Varmarleikurinn var þó góður allan leikinn og ekki mikið út á hann að setja, ekki svo slæmt að fá á sig 22 mörk. Svavar var ágætur í markinu sem var jákvætt, annað ekki nógu gott í kvöld og lokatölur í leiknum 18-22.
Verð að lokum að minnast á dómara leiksins sem voru mjög slakir og vissu heinlega ekki hvort þeir voru að koma eða fara en sem betur fer bitnaði það nokkuð jafnt á liðunum. Það var engin leið að sjá eftir hvaða línu þeir voru að dæma og dómar þeirra hreinlega út og suður.  Allavega skildi ég ekkert í þessum drengjum í kvöld því miður og leiðinlegt að sjá svona vitleysu í Olísdeild karla.  Sýni ykkur kannski myndir á morgun til að rökstyðja mál minnt, en þessir sóma drengir átti ekki góðan dag.

En nóg af væli, við eigum fullt af flottum strákum sem gerðu sitt besta í kvöld, upp með hausinn drengir og æfa vel í vikunni. Næsti leikur er eftir viku í Austurbergi og við þurfum að fá alla FRAMarar til að mæta í Breiðholtið og styðja drengina okkar í þeim leik.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!