Það verða Fram og KR sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins. Fram lagði Val í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Fylki. Úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll, mánudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19:00.
Heiðursgestir leiksins að þessu sinni verða tveir valinkunnir kappar, Guðjón Guðmundsson, fyrrum formaður og leikmaður KR og Kristinn Jörundsson, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram Þeir munu svo afhenda verðlaun að leik loknum.
Aðgangur er ókeypis á leikinn og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að mæta í Egilshöllina og sjá Reykjavíkurmeistarana krýnda