Stelpurnar okkar léku ekki vel í dag og áttu bara í basli með sprækar Árbæjar stelpur. Leikurinn þróaðist þannig að
andstæðingurinn hafði yfirhöndina og við eltum, staðan í hálfleik 10 -8.
Það var svo ekki fyrr en að líða tók á leikinn sem við náðum tökum á honum og náðum að lokum að tryggja okkur
nauman sigur 21-23. Ragnheiður var markahæðst í dag og setti 8 kvikindi en aðrir mun minna.
FRAM liðið var ekki að leika vel í dag og dálítð eins og síðustu leikir sem hafa ekki verð sannfærandi. En það þýðir ekkert að dvelja mikið við það, þetta eru flottar stelpur sem við eigum og eiga töluvert inni, það þarf bara að koma með það inn á völlinn.
ÁFRAM FRAM