fbpx
O

Leikmannakynning – Alexander Már Þorláksson

 

ONafn: Alexander Már Þorláksson
Aldur: 19 ára

Starf/nám: Í námi.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Uppeldisfélag: ÍA.
Einnig leikið með: Stjörnunni.
Af hverju FRAM: Fannst þetta vera rétt skref fyrir mig til að bæta mig sem fótboltamaður, einnig er þetta metnaðarfullt félag með flotta þjálfara og góða umgjörð.
Titlar: Engir titlar í 11 manna bolta en vonandi breytist það fljótlega.
Landsleikir (A og yngri landslið): 0
Önnur afrek á fótboltavellinum ? Ekki endilega afrek en tapaði úrslitaleik á færri hornspyrnum úti í Danmörku.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Kasabian , Asap Rocky og síðan klikkar Drake ekki.
Besta platan: Nothing Was The Same – Drake.
Besta bókin: Pass
Besta bíómyndin: Happy Gilmore er klassík.
Fyrirmynd í lífinu: Muhammad Ali.
Skemmtilegasta útlandið: Spánn og England.
Uppáhaldsmatur: Pizzan er góð.
Furðulegasti matur: Rauðkál.
Hjátrú (tengd fótbolta): Nei ekkert svoleiðis.
Undirbúningur fyrir leiki: Hlaða í sig kolvetni, drekka nóg af vatni, nægur svefn og hlusta á tónlist.
Kóngurinn í klefanum: King Gummi Steinn.
Fyndni gaurinn í klefanum: Erfitt að velja einhvern einn, margir fyndnir.
Uppáhaldslið utan Íslands: Arsenal og Real Madrid.
Hver vinnur HM 2014: Ronaldo og hans menn í Portúgal koma öllum á óvart og vinna Þjóðverja í úrslitaleiknum.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Thomas Muller og Edin Dzeko.
Markmið með FRAM árið 2014: Fá sem flestar mínútur, ná góðum árangri í deildinni síðan væri gaman að komast langt í Evrópu- og bikarkeppninni og svo má ekki gleyma því að hafa gaman.

Knattspyrnudeild FRAM

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email