fbpx
O

Leikmannakynning – Haukur Baldvinsson

ONafn: Haukur Baldvinsson
Aldur: 23 ára

Starf/nám: Viðskiptafræði HR.
Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Uppeldisfélag: Breiðablik.
Einnig leikið með: Stórveldinu í Kópavogi, Augnablik (2.flokkur Breiðabliks).
Af hverju FRAM: Mér leist vel á þær hugmyndir sem lagt var upp með. Flottir þjálfarar og gott fólk sem þar starfar.
Titlar: Íslandsmeistari í öllum flokkum og 2 Bikarmeistaratitlar.
Landsleikir: 3 leikir fyrir U19.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Var valinn bestur á Esso mótinu, er það ekki eitthvað ?
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Enginn sérstök, er mikið fyrir íslenska tónlist.
Besta platan: Greatest hits með Backstreet boys er líklega besta plata sem hefur verið gefin út.
Besta bókin: Hef ekki lesið bók í langan tíma, las eina í skólanum á síðustu önn, hún var ekki góð!
Besta bíómyndin: Úff margar, Gladiator og Dumb and Dumber koma fyrst upp í hugann.
Fyrirmynd í lífinu: Foreldrar mínir.
Skemmtilegasta útlandið: Þar sem er heitt og sól líður mér vel.
Uppáhaldsmatur: Lambakjöt og nautakjöt.
Furðulegasti matur: Ég bara man ekki eftir neinu sérstöku.
Hjátrú (tengd fótbolta): Er alls ekki hjátrúarfullur.
Undirbúningur fyrir leiki: Á leikdegi á sumrin mæti ég í vinnu klukkan 8,  fer heim um 2 tek því rólega og legg mig yfirleitt aðeins fyrir leik.
Kóngurinn í klefanum: Þetta eru nú allt saman kóngar en Viktor Bjarki er allavega sá eini sem er með 15 snaga fyrir fötin sín og 3 skúffur fyrir Copa Mundial skóna sína. Ósi kemur líka sterklega til greina, hann er með sérklefa með ísskáp fullan af Hleðslu.
Fyndni gaurinn í klefanum: Dúddi eða Halldór Arnarson er fyndinn, hann er samt yfirleitt fyndnastur þegar hann er ekki að reyna að vera fyndinn. Hann er til dæmis mjög fyndinn þegar hann er virkilega reiður. Yngstu strákarnir hafa ekki ennþá fundið alla boltana sem hann er búinn að dúndra yfir Miklubrautina og langleið inn í Kringlu. Svo hef ég líka mjög gaman af því að horfa á Ásgeir Marteins, það er nóg að horfa bara á hann í smá stund og þá fer ég að hlæja.
Uppáhaldslið utan Íslands: Komandi Englandsmeistarar Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: Ef ekki Liverpool þá mjög líklega Spánn.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Steven Gerrard finnst mér alltaf flottur en uppáhaldsleikmaðurinn er samt Lionel Messi.
Markmið með FRAM árið 2014: Komast áfram í Evrópukeppni, verja bikartitil og topp 3 í deild.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!