fbpx
O

Sigurður Kristján Friðriksson gerir 3 ára samning við Fram

OSigurður Kristján Friðriksson skrifaði um helgina undir 3. ára samning við Fram. Sigurður er fæddur 1995 og verður því 19 ára á árinu. Hann er uppalinn í Fram og enn gjaldgengur í 2. flokki. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik á nýafstöðnu Reykjarvíkurmóti en þá lék hann í stöðu vinstri bakvarðar. Sigurður er af miklum Framaraættum en faðir hans Friðrik Sigurðsson lék upp alla yngri flokka með Fram og spilaði einn leik í efstu deild með félaginu. Þá er hann barnabarn nafna síns Sigurðar Friðrikssonar, sem lék um árabil með Fram, og Ómars Ragnarssonar sem er einn kunnasti stuðningsmaður Fram á landinu. Fram fagnar því að hafa náð samningum við Sigurð Kristján.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email