Nafn: Aron Bjarnason
Aldur: 18 ára
Starf/nám: Á þriðja ári í Menntaskólanum við Sund.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Uppeldisfélag: Þróttur Reykjavík.
Einnig leikið með: Bara Þróttur og FRAM.
Af hverju FRAM: Spennandi hlutir í gangi hjá félaginu og gott umhverfi til að þroskast sem leikmaður.
Titlar: Goðamótsmeistari 2007 sællar minninga í 5. flokki, Bikarmeistari 2013 með FRAM.
Landsleikir: 8 leiki fyrir U19 landslið Íslands.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Hef því miður ekkert skemmtilegt að segja frá sem ég man eftir.
Uppáhalds tónlistarmaður: Justin Bieber sem er mjög heitur þessa dagana, King Akon líka í miklu uppáhaldi.
Besta platan: Elephunk – Black Eyed Peace.
Besta bókin: Harðskafi eftir Arnald Indriða, hef heyrt að hún sé góð.
Besta bíómyndin: Ace Ventura og Dumb&Dumber.
Fyrirmynd í lífinu: Engin sérstök.
Skemmtilegasta útlandið: Grikkland.
Uppáhaldsmatur: Sushi er í miklu uppáhaldi.
Furðulegasti matur: Dettur ekkert í hug!
Hjátrú (tengd fótbolta): Ekki með neina enn sem komið er.
Undirbúningur fyrir leiki: Ná góðum svefn nóttina fyrir. Borða jafnt og þétt yfir daginn. Tek síðan yfirleitt hálftíma lögn þegar það eru 2 tímar í mætingu.
Kóngurinn í klefanum: Ögmundur Kristinsson.
Fyndni gaurinn í klefanum: Einar Bjarni fær þetta frá mér.
Uppáhaldslið utan Íslands: Að sjálfsögðu Liverpool!
Hver vinnur HM 2014: Lionel Messi leiðir sína menn í Argentínu til sigurs og menn geta hætt að deila um hver sé besti knattspyrnumaður frá upphafi.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Lionel Messi og Luis Suarez.
Markmið með FRAM árið 2014: Þroskast sem leikmaður og hjálpa liðinu að ná í sem flest stig. Gera betur en í fyrra í deildinni. Evrópukeppnin mikill bónus og væri gaman að komast eitthvað áfram í henni.
Knattspyrnudeild FRAM