fbpx
O

Leikmannakynning – Aron Bjarnason

ONafn: Aron Bjarnason
Aldur: 18 ára

Starf/nám: Á þriðja ári í Menntaskólanum við Sund.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Uppeldisfélag: Þróttur Reykjavík.
Einnig leikið með: Bara Þróttur og FRAM.
Af hverju FRAM: Spennandi hlutir í gangi hjá félaginu og gott umhverfi til að þroskast sem leikmaður.
Titlar: Goðamótsmeistari 2007 sællar minninga í 5. flokki, Bikarmeistari 2013 með FRAM.
Landsleikir: 8 leiki fyrir U19 landslið Íslands.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Hef því miður ekkert skemmtilegt að segja frá sem ég man eftir.
Uppáhalds tónlistarmaður: Justin Bieber sem er mjög heitur þessa dagana, King Akon líka í miklu uppáhaldi.
Besta platan: Elephunk – Black Eyed Peace.
Besta bókin: Harðskafi eftir Arnald Indriða, hef heyrt að hún sé góð.
Besta bíómyndin: Ace Ventura og Dumb&Dumber.
Fyrirmynd í lífinu: Engin sérstök.
Skemmtilegasta útlandið: Grikkland.
Uppáhaldsmatur: Sushi er í miklu uppáhaldi.
Furðulegasti matur: Dettur ekkert í hug!
Hjátrú (tengd fótbolta): Ekki með neina enn sem komið er.
Undirbúningur fyrir leiki: Ná góðum svefn nóttina fyrir. Borða jafnt og þétt yfir daginn. Tek síðan yfirleitt hálftíma lögn þegar það eru 2 tímar í mætingu.
Kóngurinn í klefanum: Ögmundur Kristinsson.
Fyndni gaurinn í klefanum: Einar Bjarni fær þetta frá mér.
Uppáhaldslið utan Íslands: Að sjálfsögðu Liverpool!
Hver vinnur HM 2014: Lionel Messi leiðir sína menn í Argentínu til sigurs og menn geta hætt að deila um hver sé besti knattspyrnumaður frá upphafi.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Lionel Messi og Luis Suarez.
Markmið með FRAM árið 2014: Þroskast sem leikmaður og hjálpa liðinu að ná í sem flest stig. Gera betur en í fyrra í deildinni. Evrópukeppnin mikill bónus og væri gaman að komast eitthvað áfram í henni.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!