fbpx
Siggi gegn ÍR vefur

Súrt tap í Breiðholtinu

Siggi og línumaður gegn ÍRÞað var erfitt að ganga út úr Austuberginu í kvöld, pínu svekktur yfir því að ná engu út úr leiknum, en svona er þetta í boltanum svo asskoti stutt á milli.  Þetta datt ekki með okkur í kvöld og kannski áttum við það ekki skilið því við nýttum ekki þá möguleika sem við fengum nægjanlega vel.
Leikurinn hjá okkur byrjaði ferkar illa og við fórum illa með færin og fengum mikið af ódýrum mörkum á okkur þegar vörnin hafði staði ágætlega.  En leikur okkar lagaðist aðeins þegar líða tók á hálfleikinn en samt var sóknarleikunn eitthvað hálf vandræðalegur, hægur og það skorti áræðni til að ráðast til atlögu.  Staðan í hálfelik 12 – 9.
En drengirnir okkar byrjuðu seinni hálfleik ágætlega og voru tiltölulega fljótir að koma sér inn í leikinn og jafna.  Við komust svo yfir og fengum tækifæri til að koma okkur í ákjósanlega stöðu en nýttum það ekki sem skildi og gáfum aftur færi á okkur sem Breiðholts drengir nýttu sér vel.  Það fór svo að lokum að við náðum ekki að klára leikinn og enduðum á að fá á okkur vítakast þegar leiktíminn rann út, klaufar að láta það gerast en svo sem lítið við því að segja.
Varnarleikurinn í kvöld var ekki vandamálið hann var að mestu góður en það þarf samt að klára vinnuna til enda og við verðum að gera kröfu um meiri markvörslu þegar vörnin virkar þetta vel. Markvarslan var ekki nægjanlega góð í kvöld og þurfum að fá meira frá þeim félögum sem ég er ekki í vafa um að mun koma enda flottir markmenn sem við eigum.  Sóknin var þokkalega þegar leið á leikinn en í heildina fannst mér hún ekki nýta sér þá möguleika sem voru í boði og mér finnst vanta meiri áræðni í menn og síðan að hafa þá yfirvegum að velja réttu möguleikanna. En þegar við erum með þetta ungt lið þá má búast við því að þetta verði smá höfuðverkur, en ekki örvænta þetta mun bara lagast um það er ég sannfærður.  Það vantaði Stefán Baldvin í kvöld og þá vantar mikið. Loka staðan 24 -23.

Eftir leikinn í kvöld eru tveimur umferðum af þremur lokið, nú verður raðað upp á nýtt og leiknir 7 leikir upp á líf og dauða.  Þá þurfum við að sjá þessa geðveiki sem var til staðar í mörgum af þeim leikjum sem við spiluðum svo vel í fyrrihluta mótsins.  Ég  vill sjá alla leikmenn leggja allt í sölurnar og sýna að það er vel hægt að ná árangri í handbolta án þess að vera 25+.
Drengir þið eru flottir handboltamenn en þarf að sýna það í verki inni á vellinum og það þurfa allir að vera með á fullu til að klára mótið, þetta er í ykkar höndum, við höfum fulla trú á ykkur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email