Við Framarar unnum í dag sigur í fyrsta leik okkar í deildarbikarnum. Leikið var við KR í annað sinn á einni viku og núna var heldur meira skorða þ.e í venjulegum leiktíma.
Fyrrhálfleikur var sæmilega fjörugur en hvorugu liðinu tókst þó að skora og staðan í hálfleik 0-0.
Síðari hálfleikur var aftur á móti mjög líflegur og strax á 4 mín tókst okkar mönnum að komast yfir með marki frá Arnþóri Ara en vesturbæingar jöfnuðu fljótt eins og í leiknum á mánud. En okkar menn lögðu ekki árar í bát og Haukur Balvins kom okkur í 1-2 og síðan sáum vesturbæingar sjálfir um að koma okkur í 1-3. Almar var eitthvað að reyna að bæta fyrir vítið um daginn og minnkaði muninn í 2-3 en Alexander Már kom okkur í góða stöðu þegar hann setti fjórða markið og 10 mín eftir af leiknum. Það fór svo að lokum að vesturbæingar náðu að setja á okkur eitt mark og lokastaðan 3 -4 og sigur í fyrsta leik deildarbikarsins staðreynd. Glæsilegt drengir og gott að byrja þetta eins og við enduðum síðasta mót, með sigri !
ÁFRAM FRAM