fbpx
Sigurbjörg vefur

Öruggur sigur á KA/Þór í Olís-deildinni.

Mfl.kv. 2013-2014Lið FRAM:            Sunneva Einarsdóttir, Hafdís Lilja Torfadóttir, Hildur Marín Andrésdóttir, Hulda Dagsdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Karólína Torfadóttir, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Guðrún Jenný Sigurðardóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Kristín Helgadóttir og  Jóhanna Björk Viktorsdóttir.

Meistaraflokkur kvenna tók á móti liði KA/Þór í leik á laugardaginn í OLÍS deildinni.  Þetta var seinni leikur liðanna í vetur.  Þann fyrri sem fór fram í október s.l. sigraði FRAM nokkuð örugglega 36 – 21.  Lið KA/Þór hefur hins vegar verið að leika betur og betur í vetur og því mátti reikna með leik sem yrði erfiður ef FRAM yrði ekki á fullu frá fyrstu mínútu.

Lið FRAM var nokkuð breytt frá því sem verið hefur frá síðustu leikjum.  Hildur Gunnarsdóttir, Hekla Rún Ámundadóttir og Írsi Kristín Smith voru allar frá vegna meiðsla.  Inní leikmannahópinn komu því í þeirra stað Hafdís Lilja Torfadóttir, Hulda Dagsdóttir og Guðrún Jenný Sigurðardóttir.

FRAM hóf leikinn af miklum krafti og komst fljótlega í 8 – 1 og hafði þá skorað 5 mörk úr hraðaupphlaupum.  Eftir þessa byrjun jafnaðist leikurinn nokkuð og í hálfleik var staðan 16 – 9 FRAM í vil.

Í seinni hálfleiknum minnkaði lið KA/Þórs smátt og smátt muninn og náði að koma honum niður í 2 mörk skömmu fyrir leikslok.  FRAM hélt þó út og sigraði 24 – 21.

Eins og áður segir byrjaði FRAM af miklum krafti í leiknum, en smátt og smátt var eins og það kæmi einhver doði yfir leikmenn sérstaklega sóknarlega og KA/Þór komst inni í leikinn.  Sóknarleikurinn gekk illa og eftir 20 mínútur í seinni hálfleik hafði FRAM aðeins skorað 5 mörk í hálfleiknum.

Varnarleikurinn var litlu betri þar sem Martha Hermannsdóttir í liði KA/Þór fékk að gera það sem henni datt í hug og skoraði alls 12 mörk í leiknum.

Sunneva stóð í markinu og stóð sig ágætlega varði ein 18 skot.  Hafdís Lilja kom inná í einu víti og varði það í sínum fyrsta leik í vetur.

Mörk FRAM skoruðu:     Sigurbjörg 7, Marthe 4, Kristín 4, Hildur Marín 3, Ragnheiður 3, María 2 og Karólína 1.

Það er ljóst að FRAM þarf að gera mun betur í næsta leik sem er strax á þriðjudaginn á móti bikarmeisturum Vals í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda ef það ætlar sér að fá eitthvað út úr þeim leik.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email