fbpx
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Leikmannakynning – Hafþór Mar Aðalgeirsson

OLYMPUS DIGITAL CAMERANafn: Hafþór Mar Aðalgeirsson
Aldur: 19 ára

Starf/nám: Vinn á frístundarheimilinu Laugarseli.
Hjúskaparstaða: Í sambúð.
Uppeldisfélag: Völsungur.
Einnig leikið með: Bara Völsungur og núna Fram.
Af hverju FRAM:  Gott tækifæri fyrir mig að komast í svona flott félag og vera undir stjórn góðra manna. Þetta er skemmtilegur hópur og spennandi tímar framundan með FRAM.
Titlar: Sigur í 2. deild árið 2012.
Landsleikir:  U17 8 leikir,  U19 4 leikir.
Önnur afrek á fótboltavellinum? U17 ára liðið var í Ungverjalandi og í síðasta leiknum sem var á móti Rússum kom ég inná sem varamaður í fyrri háfleik fyrir meiddan leikmann. Eftir 15 sekúndna leik þá ligg ég grjóthörðum vellinum rotaður eftir samstuð.  Ég þurfti því að fara útaf strax aftur, leikurinn stöðvaðist í langan tíma og ég man fyrst eftir mér aftur þegar ég er kominn útaf að læknirinn er að spyrja mig til nafns … virkilega skemmtilegt.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit:  Hlusta á allt, aðalega R&B.
Besta platan: Jay z Watch the Throne er virkilega góð plata.
Besta bókin:  Pass.
Besta bíómyndin: Opin fyrir öllu, en í uppáhaldi á leigunni þegar ég var yngri var Happy Gilmore og Good Burger.
Fyrirmynd í lífinu (ekki fótboltatengt): Foreldrar mínir eru frábærir.
Skemmtilegasta útlandið: Tenerife er geðveikt eftir tvær góðar ferðir þangað í fyrra, ja svo er Liverpool góð líka. Bandaríkin eru hugguleg …  útlönd alltaf góð!
Uppáhaldsmatur:  Góður ef ég fæ naut eða humar.
Furðulegasti matur: Sniglar.
Hjátrú (tengd fótbolta): Góður ef ég fæ minn banana.
Undirbúningur fyrir leiki: Vera vel hvíldur hugsa hvað maður ætlar sér og hlusta á góða tónlist.
Kóngurinn í klefanum:  Jói Kalli er kóngalegur.
Fyndni gaurinn í klefanum: Guðmundur Steinn er alltaf léttur.
Uppáhaldslið utan Íslands: Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: Þetta verður brasilískur sigur.
Fyrirmynd á fótboltavellinum:  Cristiano Ronaldo er flottur, svo var “feiti” Ronaldo góður líka. Ronaldinho … það eru margir flottir.
Markmið með FRAM árið 2014:  Fá spilatíma, halda bikarnum og enda ofar enn í fyrra, það væri klassi!

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!