Nafn: Hafþór Mar Aðalgeirsson
Aldur: 19 ára
Starf/nám: Vinn á frístundarheimilinu Laugarseli.
Hjúskaparstaða: Í sambúð.
Uppeldisfélag: Völsungur.
Einnig leikið með: Bara Völsungur og núna Fram.
Af hverju FRAM: Gott tækifæri fyrir mig að komast í svona flott félag og vera undir stjórn góðra manna. Þetta er skemmtilegur hópur og spennandi tímar framundan með FRAM.
Titlar: Sigur í 2. deild árið 2012.
Landsleikir: U17 8 leikir, U19 4 leikir.
Önnur afrek á fótboltavellinum? U17 ára liðið var í Ungverjalandi og í síðasta leiknum sem var á móti Rússum kom ég inná sem varamaður í fyrri háfleik fyrir meiddan leikmann. Eftir 15 sekúndna leik þá ligg ég grjóthörðum vellinum rotaður eftir samstuð. Ég þurfti því að fara útaf strax aftur, leikurinn stöðvaðist í langan tíma og ég man fyrst eftir mér aftur þegar ég er kominn útaf að læknirinn er að spyrja mig til nafns … virkilega skemmtilegt.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Hlusta á allt, aðalega R&B.
Besta platan: Jay z Watch the Throne er virkilega góð plata.
Besta bókin: Pass.
Besta bíómyndin: Opin fyrir öllu, en í uppáhaldi á leigunni þegar ég var yngri var Happy Gilmore og Good Burger.
Fyrirmynd í lífinu (ekki fótboltatengt): Foreldrar mínir eru frábærir.
Skemmtilegasta útlandið: Tenerife er geðveikt eftir tvær góðar ferðir þangað í fyrra, ja svo er Liverpool góð líka. Bandaríkin eru hugguleg … útlönd alltaf góð!
Uppáhaldsmatur: Góður ef ég fæ naut eða humar.
Furðulegasti matur: Sniglar.
Hjátrú (tengd fótbolta): Góður ef ég fæ minn banana.
Undirbúningur fyrir leiki: Vera vel hvíldur hugsa hvað maður ætlar sér og hlusta á góða tónlist.
Kóngurinn í klefanum: Jói Kalli er kóngalegur.
Fyndni gaurinn í klefanum: Guðmundur Steinn er alltaf léttur.
Uppáhaldslið utan Íslands: Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: Þetta verður brasilískur sigur.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Cristiano Ronaldo er flottur, svo var “feiti” Ronaldo góður líka. Ronaldinho … það eru margir flottir.
Markmið með FRAM árið 2014: Fá spilatíma, halda bikarnum og enda ofar enn í fyrra, það væri klassi!
Knattspyrnudeild FRAM