Öll þrjú liðin sem komust í undanúrslit í bikarkeppni yngri flokka eru komin í úrslit í Höllinni sunnudaginn 2. mars nk. Þetta verður því hátíðisdagur hjá okkur og ég vil hvetja alla til að taka daginn frá og mæta í höllina, sem verður blá, og hvetja okkar krakka til sigurs.
3. flokkur karla var fyrstur til að klára sinn leik á þriðjudagskvöldið þar sem þeir hreinlega töku Fimleikafélagið frá Hafnarfirði í kennslustund í handbolta. Unnu leikinn með átta marka mun 28 – 20 en náðu mest tíu marka mun 24 – 14 um miðjan seinni hálfleik.
Mörkin skoðuðu Lúðvík 8, Ragnar 7, Róbert og Arnar 5 hvor, Guðjón Andri 3. Kristófer Daði 2
Í gærkvöldi voru svo tveir seinni leikirnir þar sem
3 flokkur kvenna vann Hauka 31 -27 í hörkuleik. Fram var með yfirhöndina allan leikinn sem var skemmtilegur allan tímann. Hekla var með 9 mörk, Hulda 6, Ragnheiður 5, Þórhildur 4. Elísabet 3, Rósa 2, Andrea 1.
Rúsínan í pylsuendanum var síðan 4 flokkur kvenna eldra ár. En þær mættu Fjölni, sem hafði ekki tapað leik í vetur, í hörkuleik og höfðu betur 17-16. Fram leiddi mest allan leikinn og vann verðskuldaðan sigur. Mariam skoarði 6 mörk, Elísabet 2, Fríða 2, Svala 2, Ingunn 1, Ragnheiður 1, Sigurbjörg Ýr 1.
Ég hef ekkert minnst á markverðina okkar sem voru allir í miklu stuði í þessum leikjum.
Daníel var með 23 varða bolta, Heiðrún Dís með 13 varða í fjórða flokki, Hafdis með 18 og Védís með 6 í þriðja flokki kvenna
Allir leikmenn okkar spiluðu fanta flottan handbolta þar sem allir lögðu sig 100% í verkefnið og það skilaði sér í þrjá úrslitaleiki.Þjálfararnir okkar þeir Sigurgeir, Karólína, Magnús, Haraldur og Roland lögðu mikin menntað í þessa leiki, það var gaman að sjá hvað þeir hjálpuðust að gaman þar.
Enn og aftur er það að sannast að Fram er með flottasta handboltafólkið á Íslandi og við ætlum okkar stóra hluti í vetur eins og alltaf.
Það var mikil fjöldi áhorfenda sem horfu á þessa leiki nálægt hundrað manns á hverjum leik. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað við erum tilbúin að koma á leiki í yngri flokkum okkar, höldum áfram að styðja við bakið á framtíðarleikmönnum okkar.
Enn og aftur vil ég minna alla Framara að taka sunuudaginn 2. mars frá.
Þá mætum við í HÖLLINA í bláu og hvetjum okkar fólk til sigurs!
Handbolti er skemmtilegur