fbpx
Bikarinn afhentur JGK II

ÞRJÚ LIÐ Í HÖLLINA

Bikarm. .flott.4. fl.kv. Bikarmeistarar 2012Öll þrjú liðin sem komust í undanúrslit í bikarkeppni yngri flokka eru komin í úrslit í Höllinni sunnudaginn 2. mars nk. Þetta verður því hátíðisdagur hjá okkur og ég vil hvetja alla til að taka daginn frá og mæta í höllina, sem verður blá, og hvetja okkar krakka til sigurs.
3. flokkur karla var fyrstur til að klára sinn leik á þriðjudagskvöldið þar sem þeir hreinlega töku Fimleikafélagið frá Hafnarfirði í kennslustund í handbolta. Unnu leikinn með átta marka mun 28 – 20 en náðu mest tíu marka mun 24 – 14 um miðjan seinni hálfleik.
Mörkin skoðuðu Lúðvík 8, Ragnar 7, Róbert og Arnar 5 hvor, Guðjón Andri 3. Kristófer Daði 2

Í gærkvöldi voru svo tveir seinni leikirnir þar sem
3 flokkur kvenna vann Hauka 31 -27 í hörkuleik. Fram var með yfirhöndina allan leikinn sem var skemmtilegur allan tímann. Hekla var með 9 mörk, Hulda 6, Ragnheiður 5, Þórhildur 4. Elísabet 3, Rósa 2, Andrea 1.

Rúsínan í pylsuendanum var síðan 4 flokkur kvenna eldra ár. En þær mættu Fjölni, sem hafði ekki tapað leik í vetur, í hörkuleik og höfðu betur 17-16. Fram leiddi mest allan leikinn og vann verðskuldaðan sigur. Mariam skoarði 6 mörk, Elísabet 2, Fríða 2, Svala 2, Ingunn 1, Ragnheiður 1, Sigurbjörg Ýr 1.

Ég hef ekkert minnst á markverðina okkar sem voru allir í miklu stuði í þessum leikjum.
Daníel var með 23 varða bolta, Heiðrún Dís með 13 varða í fjórða flokki, Hafdis með 18 og Védís með 6 í þriðja flokki kvenna

Allir leikmenn okkar spiluðu fanta flottan handbolta þar sem allir lögðu sig 100% í verkefnið og það skilaði sér í þrjá úrslitaleiki.Þjálfararnir okkar þeir Sigurgeir, Karólína, Magnús, Haraldur og Roland lögðu mikin menntað í þessa leiki, það var gaman að sjá hvað þeir hjálpuðust að gaman þar.
Enn og aftur er það að sannast að Fram er með flottasta handboltafólkið á Íslandi og við ætlum okkar stóra hluti í vetur eins og alltaf.

Það var mikil fjöldi áhorfenda sem horfu á þessa leiki nálægt hundrað manns á hverjum leik. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað við erum tilbúin að koma á leiki í yngri flokkum okkar,  höldum áfram að styðja við bakið á framtíðarleikmönnum okkar.

Enn og aftur vil ég minna alla Framara að taka sunuudaginn 2. mars frá.

Þá mætum við í HÖLLINA í bláu og hvetjum okkar fólk til sigurs!

Handbolti er skemmtilegur

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!