fbpx
O

Leikmannakynning – Guðmundur Steinn Hafsteinsson

ONafn: Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Aldur: 24 ára

Starf/nám: Viðskiptafræðingur.
Hjúskaparstaða: Á kærustu.
Uppeldisfélag: Valur.
Einnig leikið með: HK, Víkingi Ólafsvík og núna Fram.
Af hverju FRAM: Sögufrægt félag sem hefur skýra stefnu og ætlar sér stóra hluti. Flottur og spennandi leikmannahópur og það sama má segja um þjálfara og stjórnarmenn.
Titlar: Hef tekið þátt í að vinna flest allt nema Bikarkeppnina, þó í mis stórum hlutverkum.
Landsleikir: 5 leikir með U19.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Hef spilað í Champions League bæði í hefðbundnum fótbolta og futsal.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: REO Speedwagon.
Besta platan: Top Gun Soundtrackið.
Besta bókin: Allar Bert bækurnar.
Besta bíómyndin: Top Gun.
Fyrirmynd í lífinu: Steinar Már Ragnarsson.
Skemmtilegasta útlandið: Skemmti mér ansi vel á Florida með félögunum 2012 þannig að mitt atkvæði fer þangað.
Uppáhaldsmatur: Kalkúnamáltíðin á gamlárskvöld er í uppáhaldi hjá mér.
Furðulegasti matur: Ætli það sé ekki bara eitthvað af þessum þorramat sem maður hefur reynt að pína ofan í sig.
Hjátrú (tengd fótbolta): Ekki neitt.
Undirbúningur fyrir leiki: Reyni alltaf að borða vel daginn fyrir leik og fara þokkalega snemma að sofa. Kvöldið fyrir leik reyni ég að fara aðeins yfir leikinn í huganum og þau atriði sem þurfa að vera á hreinu. Leikdaginn sjálfan tek ég síðan ekkert alltof hátíðlega en fæ mér oftast smá blund ef tækifæri gefst.
Kóngurinn í klefanum: Það skiptir ekki máli hvort það er í klefanum, á vellinum eða annars staðar. Það er bara einn maður sem kemur til greina. Ekki nóg með að hann hafi leikstíl sem er blanda af Berbatov, Özil og Zidane. Heldur hefur hann líka ótrúlegt lag á kvenfólki. Hann tryggði sér Kóngastimpilinn endanlega þegar ég varð vitni að honum bræða konu sem var tvisvar sinnum eldri en hann sjálfur með einu blikki. Ég er að sjálfsögðu að tala um King Ásgeir Marteinsson.
Fyndni gaurinn í klefanum: Alexander Már Þorláksson. Held reyndar að það séu ekki margir búnir að átta sig á því en Alli mjög fyndinn gæji. Ég er allavegana mjög sáttur með mitt sæti við hliðina á honum í klefanum.
Uppáhaldslið utan Íslands: FC Bayern Munchen.
Hver vinnur HM 2014: Þýskland.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Úff erfið spurning en fyrst Michael Ballack er hættur þá er Zlatan eiginlega lang flottastur.
Markmið með FRAM árið 2014: Að við strákarnir í Fram náum að búa til flott og samstillt fótboltalið. Þegar það er komið verða okkur flestir vegir færir.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email