fbpx
Sigurbjörg vefur

Öruggur sigur FRAM á Selfoss í Olís-deildinni.

marteMeistaraflokkur kvenna tók á móti liði Selfoss í leik á laugardaginn í OLÍS deildinni.  Þetta var seinni leikur liðanna í vetur.  Þann fyrri sem fór fram í nóvember s.l. sigraði FRAM með einu marki 22 – 21 eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn.

Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin skiptust á að skora.  Selfoss hafði yfirhöndina fyrstu mínúturnar en síðan náði FRAM frumkvæðinu.  Það var þó jafnræði með liðunnum og staðan jöfn í hálfleik 12 – 12.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri hafði verið.  FRAM var þó með forystu 16 – 14 þegar 10 mínútur voru liðnar af hálfleiknum.  Þá skellti hins vegar FRAM vörnin í lás.  Selfoss skoraði ekki nema eitt mark það sem eftir lifði leiks meðan FRAM skoraði ein 12 mörk.  Lokatölur urðu því 28 – 15, öruggur sigur FRAM eftir jafnan leik í 40 mínútur.

Sóknin hjá FRAM gekk þokkalega lengst af leiknum.  Vörnin var alveg í lagi fyrstu 40 mínúturnar en eftir það varð hún frábær og fékk ekki nema 1 mark á sig í 20 mínútur.  Í kjölfar góðrar varnar skoraði FRAM ein 14 mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum, og þar fóru hornamennirnir Marthe og Hekla fremstar í flokki.

Sunneva stóð í markinu í 57 mínútur og varði 14 skot.  Hafdís Lilja kom inná undir lokin til að verja víti og gerði það.  Hún var síðan í markinu til loka leiks og fékk ekki á sig mark.

FRAM sýndi í seinni hálfleiknum hvers það er megnugt í vörn þegar hún smellur saman.  Í heild ágætisleikur og heldur FRAM áfram í keppninni um eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar.

Mörk FRAM skoruðu:     Marthe 9, Ragnheiður 7, Hekla Rún 5, Sigurbjörg 3, Hafdís 2, Elva Þóra 1 og Kristín 1.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!