fbpx
Sigurbjörg vefur

Öruggur sigur FRAM á Selfoss í Olís-deildinni.

marteMeistaraflokkur kvenna tók á móti liði Selfoss í leik á laugardaginn í OLÍS deildinni.  Þetta var seinni leikur liðanna í vetur.  Þann fyrri sem fór fram í nóvember s.l. sigraði FRAM með einu marki 22 – 21 eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn.

Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin skiptust á að skora.  Selfoss hafði yfirhöndina fyrstu mínúturnar en síðan náði FRAM frumkvæðinu.  Það var þó jafnræði með liðunnum og staðan jöfn í hálfleik 12 – 12.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri hafði verið.  FRAM var þó með forystu 16 – 14 þegar 10 mínútur voru liðnar af hálfleiknum.  Þá skellti hins vegar FRAM vörnin í lás.  Selfoss skoraði ekki nema eitt mark það sem eftir lifði leiks meðan FRAM skoraði ein 12 mörk.  Lokatölur urðu því 28 – 15, öruggur sigur FRAM eftir jafnan leik í 40 mínútur.

Sóknin hjá FRAM gekk þokkalega lengst af leiknum.  Vörnin var alveg í lagi fyrstu 40 mínúturnar en eftir það varð hún frábær og fékk ekki nema 1 mark á sig í 20 mínútur.  Í kjölfar góðrar varnar skoraði FRAM ein 14 mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum, og þar fóru hornamennirnir Marthe og Hekla fremstar í flokki.

Sunneva stóð í markinu í 57 mínútur og varði 14 skot.  Hafdís Lilja kom inná undir lokin til að verja víti og gerði það.  Hún var síðan í markinu til loka leiks og fékk ekki á sig mark.

FRAM sýndi í seinni hálfleiknum hvers það er megnugt í vörn þegar hún smellur saman.  Í heild ágætisleikur og heldur FRAM áfram í keppninni um eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar.

Mörk FRAM skoruðu:     Marthe 9, Ragnheiður 7, Hekla Rún 5, Sigurbjörg 3, Hafdís 2, Elva Þóra 1 og Kristín 1.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!