fbpx
O

Leikmannakynning – Sigurður Kristján Friðriksson

ONafn: Sigurður Kristján Friðriksson
Aldur: 18 ára

Starf/nám: Nemi í Borgarholltsskóla.
Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Uppeldisfélag: Afturelding.
Einnig leikið með: Bara Aftureldingu og FRAM.
Af hverju FRAM: Ég er kominn af miklum Framaraættum og stefnan hefur alltaf verið að spila einhvern tímann fyrir Fram.
Titlar: Vann Olísdeildina hér um árið í 5.flokki með Aftureldingu sem telst vera mikið afrek.
Landsleikir: Engir.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Því miður þá veit ég ekkert neitt spennandi í augnablikinu.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit:  Spark Master Tape og Eminem
Besta platan: Nothing Was the Same með Drake. Síðan er The Slim Shady LP með Eminem sú besta.
Besta bókin: Hobbitinn. Örugglega eina bókin sem ég hef lesið af einhverju viti.
Besta bíómyndin: Lord of the Rings myndirnar klárlega.
Fyrirmynd í lífinu: Foreldrarnir.
Skemmtilegasta útlandið:  España.
Uppáhaldsmatur: Allt kjöt sem pabbi grillar 10/10.
Furðulegasti matur: Kattamatur.
Hjátrú (tengd fótbolta): Engin enn sem komið er.
Undirbúningur fyrir leiki: Fá nægan svefn daginn fyrir leik, hvílast vel á leikdegi og borða jafnt og þétt yfir daginn. Svo hlusta ég á rosalega mikla tónlist og reyni að ímynda mér í huganum hvað það er sem ég ætla að gera í leiknum.
Kóngurinn í klefanum: Ögmundur Kristinsson.
Fyndni gaurinn í klefanum: Þeir eru allir ógeðslega fyndnir nema Sigurður Þráinn hann er aldrei fyndinn.
Uppáhaldslið utan Íslands: Arsenal.
Hver vinnur HM 2014: Langar mest að sjá Spánverjana vinna en mig grunar að Þýskaland taki þetta.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Hefur alltaf verið Cesc Fabregas. Svo kemur Seamus Coleman sterkur inn.
Markmið með FRAM árið 2014: Hjá meistaraflokki er það að vinna Pepsi ekki flókið og með 2.flokki er það að vinna B deildina og komast aftur í A deildina þar sem við eigum heima. Persónulega reyni ég svo að bæta og þróa leik minn sem mest fyrir framtíðina.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!