Nafn: Sigurður Kristján Friðriksson
Aldur: 18 ára
Starf/nám: Nemi í Borgarholltsskóla.
Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Uppeldisfélag: Afturelding.
Einnig leikið með: Bara Aftureldingu og FRAM.
Af hverju FRAM: Ég er kominn af miklum Framaraættum og stefnan hefur alltaf verið að spila einhvern tímann fyrir Fram.
Titlar: Vann Olísdeildina hér um árið í 5.flokki með Aftureldingu sem telst vera mikið afrek.
Landsleikir: Engir.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Því miður þá veit ég ekkert neitt spennandi í augnablikinu.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Spark Master Tape og Eminem
Besta platan: Nothing Was the Same með Drake. Síðan er The Slim Shady LP með Eminem sú besta.
Besta bókin: Hobbitinn. Örugglega eina bókin sem ég hef lesið af einhverju viti.
Besta bíómyndin: Lord of the Rings myndirnar klárlega.
Fyrirmynd í lífinu: Foreldrarnir.
Skemmtilegasta útlandið: España.
Uppáhaldsmatur: Allt kjöt sem pabbi grillar 10/10.
Furðulegasti matur: Kattamatur.
Hjátrú (tengd fótbolta): Engin enn sem komið er.
Undirbúningur fyrir leiki: Fá nægan svefn daginn fyrir leik, hvílast vel á leikdegi og borða jafnt og þétt yfir daginn. Svo hlusta ég á rosalega mikla tónlist og reyni að ímynda mér í huganum hvað það er sem ég ætla að gera í leiknum.
Kóngurinn í klefanum: Ögmundur Kristinsson.
Fyndni gaurinn í klefanum: Þeir eru allir ógeðslega fyndnir nema Sigurður Þráinn hann er aldrei fyndinn.
Uppáhaldslið utan Íslands: Arsenal.
Hver vinnur HM 2014: Langar mest að sjá Spánverjana vinna en mig grunar að Þýskaland taki þetta.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Hefur alltaf verið Cesc Fabregas. Svo kemur Seamus Coleman sterkur inn.
Markmið með FRAM árið 2014: Hjá meistaraflokki er það að vinna Pepsi ekki flókið og með 2.flokki er það að vinna B deildina og komast aftur í A deildina þar sem við eigum heima. Persónulega reyni ég svo að bæta og þróa leik minn sem mest fyrir framtíðina.
Knattspyrnudeild FRAM