fbpx
Daði Guðmundsson vefur

Leikmannakynning – Daði Guðmundsson

Daði GuðmundssonNafn: Daði Guðmundsson.
Aldur: 33 ára.

Starf/nám: Íþróttafulltrúi Fram.  Stjórnmálafræðingur að mennt.
Hjúskaparstaða:  Í sambúð með Álfheiði Sigurðardóttur.  Við eigum eina dóttur, Sigurrós Soffíu 5 ára.
Uppeldisfélag: Fram.
Einnig leikið með: Aldrei leikið með öðru félagi.  Fáranleg spurning.
Af hverju FRAM: Gerði tilraun til að fara í ÍR þegar ég var fimm ára en þeir vildu ekki sjá mig.  Frændur mínir Eiríkur og Helgi Björgvinssynir voru að spila með Fram og ég fylgdi í þeirra fótspor.  Ekki skemmdi fyrir að Fram var að raða inn titlunum á þessum tíma (80‘s).
Titlar: Bikarmeistari 2013. Íslands- og bikarmeistari í öllum yngri flokkum með Fram, nema hvað mig vantar Íslandsmeistaratitilinn í 2.flokki.
Landsleikir: 25 yngri landsleikir.
Önnur afrek á fótboltavellinum ? Hápunkturinn á ferlinum hingað til var líklega að vera valinn maður Shellmótsins 1991.  Hef fulla trú á að annar hápunktur sé innan seilingar.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Augljóslega SigurRós.
Besta platan: Framlögin (gefin út 1990) er tímalaus snilld.  Inniheldur klassík á borð við Framvalsinn, Stöngin inn ofl.
Besta bókin: Sænska bókin „Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf“ fannst mér skemmtileg.  Kannski ekkiert tímamótaverk en stendur upp úr því sem ég hef lesið nýlega.
Besta bíómyndin: The Godfather.
Fyrirmynd í lífinu: Sigurrós Soffía.
Skemmtilegasta útlandið: Heja Sverige!
Uppáhaldsmatur: Lasagne hjá Heiðu.
Furðulegasti matur:  Einhvers konar loðið mygluegg sem ég smakkaði í Japan.  Ég man reyndar ekkert hvernig það bragðaðist en furðulegt var það.
Hjátrú (tengd fótbolta): Er ekki mjög hjátrúarfullur en sit yfirleitt á sama stað í klefanum.
Undirbúningur fyrir leiki: Borða vel kvöldið fyrir leik.  Reyni að ná góðum svefni.  Fer í vinnuna og borða svo góða máltíð c.a. fjórum tímum fyrir leik.  Flóknara er það nú ekki.
Kóngurinn í klefanum: Það hlýtur að vera Ömmi.
Fyndni gaurinn í klefanum: Dúddi hittir mjög oft naglann á höfuðið og á þennan titil skuldlaust.
Uppáhaldslið utan Íslands: Manchester United (#moyesout!)
Hver vinnur HM 2014: Mjög líklega Spánn.  Ef ekki þeir þá taka Brassarnir þetta á heimavelli.
Fyrirmynd á fótboltavellinum:  Bryan Robson var alltaf fyrirmyndin.  Ryan Giggs tók svo við af honum.
Markmið með FRAM árið 2014: Gera vel í deildinni.  Vinna Bikarinn.  Fá fleiri en tvo leiki í Evrópudeildinni og vinna svo United á Old Trafford í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!