Nafn: Daði Guðmundsson.
Aldur: 33 ára.
Starf/nám: Íþróttafulltrúi Fram. Stjórnmálafræðingur að mennt.
Hjúskaparstaða: Í sambúð með Álfheiði Sigurðardóttur. Við eigum eina dóttur, Sigurrós Soffíu 5 ára.
Uppeldisfélag: Fram.
Einnig leikið með: Aldrei leikið með öðru félagi. Fáranleg spurning.
Af hverju FRAM: Gerði tilraun til að fara í ÍR þegar ég var fimm ára en þeir vildu ekki sjá mig. Frændur mínir Eiríkur og Helgi Björgvinssynir voru að spila með Fram og ég fylgdi í þeirra fótspor. Ekki skemmdi fyrir að Fram var að raða inn titlunum á þessum tíma (80‘s).
Titlar: Bikarmeistari 2013. Íslands- og bikarmeistari í öllum yngri flokkum með Fram, nema hvað mig vantar Íslandsmeistaratitilinn í 2.flokki.
Landsleikir: 25 yngri landsleikir.
Önnur afrek á fótboltavellinum ? Hápunkturinn á ferlinum hingað til var líklega að vera valinn maður Shellmótsins 1991. Hef fulla trú á að annar hápunktur sé innan seilingar.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Augljóslega SigurRós.
Besta platan: Framlögin (gefin út 1990) er tímalaus snilld. Inniheldur klassík á borð við Framvalsinn, Stöngin inn ofl.
Besta bókin: Sænska bókin „Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf“ fannst mér skemmtileg. Kannski ekkiert tímamótaverk en stendur upp úr því sem ég hef lesið nýlega.
Besta bíómyndin: The Godfather.
Fyrirmynd í lífinu: Sigurrós Soffía.
Skemmtilegasta útlandið: Heja Sverige!
Uppáhaldsmatur: Lasagne hjá Heiðu.
Furðulegasti matur: Einhvers konar loðið mygluegg sem ég smakkaði í Japan. Ég man reyndar ekkert hvernig það bragðaðist en furðulegt var það.
Hjátrú (tengd fótbolta): Er ekki mjög hjátrúarfullur en sit yfirleitt á sama stað í klefanum.
Undirbúningur fyrir leiki: Borða vel kvöldið fyrir leik. Reyni að ná góðum svefni. Fer í vinnuna og borða svo góða máltíð c.a. fjórum tímum fyrir leik. Flóknara er það nú ekki.
Kóngurinn í klefanum: Það hlýtur að vera Ömmi.
Fyndni gaurinn í klefanum: Dúddi hittir mjög oft naglann á höfuðið og á þennan titil skuldlaust.
Uppáhaldslið utan Íslands: Manchester United (#moyesout!)
Hver vinnur HM 2014: Mjög líklega Spánn. Ef ekki þeir þá taka Brassarnir þetta á heimavelli.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Bryan Robson var alltaf fyrirmyndin. Ryan Giggs tók svo við af honum.
Markmið með FRAM árið 2014: Gera vel í deildinni. Vinna Bikarinn. Fá fleiri en tvo leiki í Evrópudeildinni og vinna svo United á Old Trafford í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Knattspyrnudeild FRAM