Ég er nú hálf feginn að þessi leikur er búinn svo mikilvægur var hann fyrir okkur FRAMara. En við stóðumst prófið á heimavelli eins og svo oft áður í vetur og drengirnir okkar stóðu sig með príði í kvöld.
Leikurinn í kvöld var kafla skiptur, við byrjuðum leikinn vel og náðum fljótt tökum á honum, sóknarleikur gekk vel og vörnin var góð að venju, reyndar mjög góð. Þegar leið á hálfleikinn tókum við öll völd og náðum mest 9 marka forrustu, staðan í hálfleik 18-10.
Útlitið var því gott fyrir seinni hálfleikinn og við þurftum í raun bara að halda haus sem og við gerðum. Seinni hálfleikurinn var samt ekki mikið fyrir augað og það var á köflum eins og við værum einfaldlega að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af. Við áttu í bullandi vandræðum í sókninn og okkur tókst illa að leysa það að tveir leikmenn okkar væru klipptir úr allan hálfleikinn. Vörnin stóð samt fyrir sínu ásamt því að andstæðingurinin var ekki að spila vel í kvöld. Markvarslan var góð og lokatölur í kvöld 25-21. Gríðarlega mikivægur sigur í húsi og virkilega gaman að landa loks sigri í sjónvarpinu þó leikurinn hefði mátt vera betri af okkar hálfu.
Glæsilegt drengir, bara vel gert.
ÁFRAM FRAM