fbpx
Sunneva Grótta vefur

Súrt tap í Safamýrinni

elva

FRAM – Grótta 13. mars 2014
Lið FRAM:            Sunneva Einarsdóttir, Hafdís Lilja Torfadóttir, Hildur Marín Andrésdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Karólína Torfadóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Íris Kristín Smith,  Sigurbjörg Jóhannsdóttir, María Karlsdóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Steinunn Björnsdóttir og Kristín Helgadóttir.

FRAM tók í gærkvöldi á móti liði Gróttu í OLÍS deildinni.  Fyrir leik var FRAM í þriðja sæti deildarinnar en Grótta í því fimmta og þetta því mjög mikilvægur leikur varðandi endanlega stöðu liðanna þegar kemur að úrslitakeppninni.

Fyrri hálfleikur byrjaði rólega og ekki mikið skorað.  Grótta var með yfirhöndina fyrstu mínúturnar en síðan náði FRAM forystu og leiddi í hálfleik 7 – 6.  Þá hafði Grótta skorað 5 af 6 mörkum sínum af vítalínunni og Unnur Ómarsdóttir skorað öll 6 mörkin.

Seinni hálfleikurinn var svipaður.  Sterkur varnaleikur beggja liða og lítið skorað.  FRAM náði forystu 11 – 8 eftir um 10 mínútna leik en Grótta komst strax aftur inní leikinn.  Grótta náði síðan yfirhöndinni undir lokin og sigraði 13 – 15.  Sumir vildu meina eftir leik að þetta hlytu að vera hálfleikstölur en ekki lokatölur.

Varnarleikurinn var lengst af mjög góður og Sunneva að verja vel í markinu.  Sóknarleikurinn var hins vegar mjög dapur.  Það að skora ekki nema 13 mörk í heilum leik segir í raun allt sem segja þarf.  FRAM var með yfir 20 skotfeila í leiknum og yfir 15 tæknifeila sem er auðvitað allt of mikið.

Sunneva stóð í markinu allan tímann og varði 16 skot. Hafdís Lilja kom inná og reyndi við tvö víti en tókst ekki að verja þau. Mörk FRAM skoruðu:     Ragnheiður 4, Sigurbjörg 4, Marthe 3, Steinunn 1 og Hekla Rún 1.

Um margt skrítin leikur.  Mjög góð vörn en hins vegar mjög dapur sóknarleikur.  Ef við spilum sama varnarleik áfram og bætum okkur aðeins í sókninni þá eru okkur allir vegir færir í komandi leikjum.

Næsti leikur er útileikur á laugardaginn 22. mars n.k. á móti Haukum, sem jafnframt er síðasti leikurinn í deildinni áður en úrslitakeppnin hefst.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!