Eins og einhverjir muna e.t.v. eftir þá tók meistaraflokkur kvenna FRAM þátt í Evrópukeppni í haust – EHF Cup.
FRAM lék þar fyrst við Olympia HC London og sigraði örugglega í báðum lekjunum sem fram fóru hér heima, samtals 58 – 27.
FRAM hélt næst til Ungverjalands í nóvember s.l. og lék þar við Köfem Sport Clup frá Szekesfehervar tvo leiki. FRAM tapaði báðum leikjunum 20 – 34 og 22 – 36 og var því úr leik í EHF Cup þennan veturinn.
Köfem Sport Club sem hefur breytt um nafn og heitir nú Ferervar KC er hins vegar komið í undanúrslit keppninnar og leikur þar við danskaliðið Team Esbjerg í byrjun apríl.
Ferhervar KC (Köfem Spot Clup) hefur farið nokkuð örugglega í gegnum sína leiki í keppninni. Í 16 liða úrslitum lék það við Ipress Center – Vac sem einnig er frá Ungvejalandi og sigraði samtals 46 – 44. Í 8 liða úrslitum sigraði liðið síðan U Jolidon Cluj frá Rúmeníu samtals 52 – 42.