fbpx
Steinunn vefur

Steinunn Björnsdóttir í landslið Íslands

steinunnA landslið kvenna hefur verið valið fyrir leiki í undankeppni EM gegn Frökkum sem fara fram nú í lok mars.  Ísland er í undankeppninni í riðli ásamt Frakklandi, Finnlandi og Slóveníu.

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari valdi 16 manna leikmannahóp fyrir þessa tvo leiki við Frakka.

FRAM á þar að þessu sinni einn fulltrúa, Steinunni Björnsdóttur.  Steinunn hefur leikið 12 leiki með A-landsliði kvenna og skorað í þeim 1 mark.  Hún lék síðast með landsliðinu í haust en varð þá fyrir meiðslum sem voru þess valdandi að hún var frá keppni í töluverðan tíma.

Handknatteliksdeild FRAM óskar Steinunni til hamingju með landsliðssætið að nýju og óskar henni og landsliðinu góðs gengis í leikjunum við Frakka sem fara fram 26. mars hér heima og 29. mars í Frakklandi.

Töluvert er um meiðsli á leikmönnum sem væntanlega hefðu verið í landsliðshópnum og má þar meðal annars nefna Ástu Birnu Gunnarsdóttur og Stellu Sigurðardóttur.  Annars er landsliðshópurinn þannig að þessu sinni:

Florentina Stanciu, Stjarnan
Íris Björk Símonardóttir, Grótta
Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus
Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof
Brynja Magnúsdóttir, Flint Tönsberg
Hanna G. Stefánsdóttir, Stjarnan
Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes
Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz
Karen Knútsdóttir, Sønderjyske
Karólína Lárudóttir, Valur
Ramune Petraskyte, Sønderjyske
Sandra Sif Sigurjónsdóttir, Stjarnan
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Sunna Jónsdóttir, BK Heid
Unnur Ómarsdóttir, Grótta
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!