Við FRAMarar mættum til Keflavíkur í rokinu í kvöld, leikurinn var mjög mikilvægur eins og gefur að skilja enda öll sig vel þeginn á þessum loka kafla Íslandsmótsins. Eins og áður sagði var töluvert rok í Reykjanesbæ, völlurinn mjög blautur en flottur enda einn flottasti grasvöllur landsins.
Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og settu mark á 35. mín, þegar Hörður Sveinsson skoraði gott mark. Staðan í hálfleik 1-0 og við áttu heldur á brattan að sækja það verður að segjast.
Við Framarar hófum síðari hálfleikinn af krafti og jöfnuðum leikinn strax á 50 mín með marki frá Hafsteini Briem sem kom inn á í hálfleik, stangaði knöttinn í markið. Það var svo á 58 mín að Aron Bjarnason skoraði, sérlega vel afgreitt hjá drengnum. Jóhannes Karl Guðjónsson setti svo flott mark á 66 mín með frábæru skoti úr aukaspyrnu af 30 metra færi, það kom að því að drengurinn setti fyrir okkur mark með sínum margfræga spyrnufæti og staðan orðinn 1-3. Guðmundur Steinn Hafsteinsson bætti svo fjórða markinu við á 85 mín og leikurinn þar með búinn. Hörður Sveinsson minnkaði að vísu muninn fyrir Keflavík og lokatölur í kvöld, góður 2-4 sigur FRAM. Vel gert drengir ! Nú er bara að nota fríð vel og búa sig undir næsta leik sem er næst síðasti heimaleikur okkar þetta árið gegn Fjölni á Laugardalsvelli 15. sept.
ÁFRAM FRAM