fbpx
Hafsteinn fagnar vefur

Gríðarlega mikilvægur og góður FRAM sigur í kvöld

Jóhannes Karl GuðjónssonVið FRAMarar mættum til Keflavíkur í rokinu í kvöld, leikurinn var mjög mikilvægur eins og gefur að skilja enda öll sig vel þeginn á þessum loka kafla Íslandsmótsins.  Eins og áður sagði var töluvert rok í Reykjanesbæ, völlurinn mjög blautur en flottur enda einn flottasti grasvöllur landsins.
Heimamenn  voru sterk­ari í fyrri hálfleik og settu mark á 35. mín­, þegar Hörður Sveins­son skoraði gott mark. Staðan í hálfleik 1-0 og við áttu heldur á brattan að sækja það verður að segjast.
Við Fram­ar­ar hófum síðari hálfleik­inn af krafti og jöfnuðum leikinn strax á 50 mín með marki frá  Haf­steini Briem sem kom inn á í hálfleik, stangaði knöttinn í markið. Það var svo á 58 mín að Aron Bjarna­son skoraði,  sérlega vel afgreitt hjá drengnum. Jó­hann­es Karl Guðjóns­son setti svo flott mark á 66 mín með frá­bæru skoti úr auka­spyrnu af 30 metra færi, það kom að því að drengurinn setti fyrir okkur mark  með sínum margfræga spyrnufæti og staðan orðinn 1-3. Guðmund­ur Steinn Haf­steins­son bætti svo fjórða mark­inu við  á 85 mín­ og leikurinn þar með búinn. Hörður Sveins­son minnkaði að vísu mun­inn fyr­ir Kefla­vík og lokatölur í kvöld, góður  2-4 sigur FRAM.  Vel gert drengir !  Nú er bara að nota fríð vel og búa sig undir næsta leik sem er næst síðasti heimaleikur okkar þetta árið gegn Fjölni á Laugardalsvelli 15. sept.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0