B liðið okkar í 6.flokki kom heim í dag sem Íslandsmeistari B – liða en áður hafði A liðið okkar dottið naumlega út í drætti og náði ekki inn í úrslitakeppnina.
Árangurinn er hreint út sagt frábær hjá stelpunum í flokknum.
Flokkurinn var ekki sterkur í haust hvað iðkendafjölda varðar og er heldur ekki neitt mjög stór í dag – telur 24 stelpur saman á báðum stöðum en eitthvað hefur verið að fjölga undanfarið.
En að mótinu – þá byrjuðum við að spila við Breiðablik og lendum undir 0-1 en náðum jafntefli með glæsilegu jöfnunarmarki..svo var komið að Fylki og unnum við þær 2-0 og þá töldum við að þessu væri lokið ÍBV næst á eftir og þeir höfðu sigrað Breiðablik 7-3 og FYLKI 7-0.
En okkur tókst eftir að hafa lent undir 0-1 að jafna og skora sigurmarkið rétt fyrir leikslok og eftir stóð þá bara að spila úrslitaleikinn sem var gegn Val, enn og aftur sýndu FRAMarar sitt alræmda vörumerki – að lenda marki undir – ,en ná svo með haðrfylgi að jafna og þar við sat FRAM og Valur því Íslandsmeistarar 2014.
Við getum vel við unað þegar liðin sem tóku þátt í úrslitakeppninni eru skoðuð þá vantaði mörg af sterkustu félögunum í dag, Valur var ekki með A lið, engir Víkingar engin Stjarna, FH með eitt B lið og Fylkir einnig, svo vantaði alveg Þrótt Fjölni KR og fleiri lið, þannig að við getum vel við unað stelpur miðað við að við vorum ekki í léttum forriðli í júní,
Við erum búin að spila æfingaleiki í allan vetur við ýmis lið alltaf, með hjálp 5.flokks stúlkna til að eiga séns í liðin sem hafa mætt okkur – en svona höfum við vaxið og greinilega allt hægt ef ástundunin er góð og einbeitingin mikil ég vona að þessi sigur hvetji allar stelpurnar til að leggja sig alltaf 100% á æfingum og leikjum því þá kemur uppskeran.
Bestu kveðjur þjálfarar
Til hamingju stelpur, ÁFRAM FRAM