fbpx
Ragnheiður  Fylkir vefur

Góður sigur FRAM á ÍBV

SigurbjörgStelpurnar okkar í mfl. kvenna tóku í dag á móti ÍBV í Olís-deildinni í handbolta en leikið var í Safamýrinni. Leikurinn í dag var skemmtilegur en mikið af misstökum sérstaklega í fyrri hálfleik. Alltof mikið af mistökum í þessum leik eitthvað sem við getum auðveldlega lagað.
Við byrjuðum illa í dag og voru meira eða minna undir allan fyrri hálfleikinn.  Náðum góðum kafla um miðjan hálfleikinn og náðum þá forrustu 7-5 en það hélt ekki lengi. Sóknarleikurinn var ekki nógu agaður og ungu stelpurnar okkar ekki að eiga góðan dag. Staðan í hálfleik var 11-13.
Síðari hálfleikur var hinsvegar eign FRAM, stelpurnar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu strax algjörum tökum á andstæðingunum í vörninn ásamt því að Nadía hrökk í gang og þá var ekki að sökum að spyrja.  Liðið náði fljótlega forrustu sem við létum aldrei af hendi og ÍBV átti aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Forrustan var mest 6 mörk og ÍBV náði aðeins að  skora 6 mörk á fyrstu 25 mín síðari hálfleiks. Lokatölur í dag 27 -23, flottur sigur í Safamýrinni.
Sigurbjörg setti 8 mörk í dag, Ragnheiður 6  og Nadía átti góða síðar hálfleik varði 10 sinnum í þeim hálfleik og samtals um 14 í leiknum öllum.
Flottur síðari hálfleikur gerði gæfu muninn og sigurinn frekar öruggur eftir allt.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!