fbpx
Ásta gegn Fylki vefur

Evrópudraumurinn úti eftir tap í Serbíu

DeildarmeistararStelpurnar okkar í mfl.  kvenna léku í dag seinni leik sinn gegn ZRK Naisa, leikurinn í dag var okkar heimaleikur. Það var ljóst að leikurinn í dag yrði erfiðari en í gær og andstæðingarnir örugglega á því að gera betur.
Við byrjuðum leikinn í dag rólega og ljóst að andstæðingarnir ætluðu að fresta þess að hægja á leiknum og reyna þannig að koma í veg fyrir að við næðum að skora ódýr mörk úr hraðaupphlaupum.
Það var því ekki mikið skorað í fyrri hálfleiknum, staðan eftir 15 mín var 3-7 og  í hálfleik 9-11 f. Nasia.
Það var því ljóst að við yrðum að spila seinni hálfleikinn aðeins  betur, við áttum 4 mörk á þær eftir fyrri leikinn.
Síðari hálfleikur var því æsispennandi og staðan eftir 40 mín 12-15. Það var því á brattan að sækja hjá okkar stúlkum,  staðan eftir 50 mín 14-19 og ljóst að ef þetta yrðu úrslit leiksins þá væri þátttöku okkar lokið þetta árið. En leikurinn var ekki búinn, þegar  1 mín var eftir að leiknum unnum við boltann í stöðunni 17-21 en vorum ótrúlegir klaufar að tapa boltanum þegar 40 sek voru eftir og Nasia tók leikhlé og því miður náðu þær að skora úr þessari sókn. Lokatölur í daga tap 17-22. Þetta þýðir að við erum úr leik og grátlegt að tapa þessu svona.
Kannski meira á eftir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!