fbpx
Ásta gegn Fylki vefur

Evrópudraumurinn úti eftir tap í Serbíu

DeildarmeistararStelpurnar okkar í mfl.  kvenna léku í dag seinni leik sinn gegn ZRK Naisa, leikurinn í dag var okkar heimaleikur. Það var ljóst að leikurinn í dag yrði erfiðari en í gær og andstæðingarnir örugglega á því að gera betur.
Við byrjuðum leikinn í dag rólega og ljóst að andstæðingarnir ætluðu að fresta þess að hægja á leiknum og reyna þannig að koma í veg fyrir að við næðum að skora ódýr mörk úr hraðaupphlaupum.
Það var því ekki mikið skorað í fyrri hálfleiknum, staðan eftir 15 mín var 3-7 og  í hálfleik 9-11 f. Nasia.
Það var því ljóst að við yrðum að spila seinni hálfleikinn aðeins  betur, við áttum 4 mörk á þær eftir fyrri leikinn.
Síðari hálfleikur var því æsispennandi og staðan eftir 40 mín 12-15. Það var því á brattan að sækja hjá okkar stúlkum,  staðan eftir 50 mín 14-19 og ljóst að ef þetta yrðu úrslit leiksins þá væri þátttöku okkar lokið þetta árið. En leikurinn var ekki búinn, þegar  1 mín var eftir að leiknum unnum við boltann í stöðunni 17-21 en vorum ótrúlegir klaufar að tapa boltanum þegar 40 sek voru eftir og Nasia tók leikhlé og því miður náðu þær að skora úr þessari sókn. Lokatölur í daga tap 17-22. Þetta þýðir að við erum úr leik og grátlegt að tapa þessu svona.
Kannski meira á eftir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email