fbpx
Rúrik vefur

FRAM sigraði 2-1 í Lengjubikar karla

Rúrik undirskrift.Strákarnir í mfl. karla léku í kvöld síðasta leiks sinn í Lengjubikarnum þetta árið, leikið var í  þéttum vindi og smá kulda í Úlfarsárdal.  Það er stutt í sumarið og okkar menn glaðir að komast út undir bert loft, það er virkilega hressandi að leika í dalnum við svo aðstæður.
Leikurinn í kvöld var fjörugur eins og veðrið, leikmenn byrjuðu strax af krafti og við fengum tvo góð færi á fyrstu 15 mín. leiksins.  Þar var að verki Eyþór Helgi í bæði skiptin, bæði liðin að reyna fyrir sér við erfiðar aðstæður.  Boltinn skall t.d í slá Gróttu marksins þegar varnarmenn Gróttu voru að reyna að hreinsa. Það fór samt þannig að Grótta náði að setja á okkur mark á 20 mín. og var það kannski gegn gangi leiksins en hver spyr að því.  Staðan í hálfleik 0-1.  Það lægði aðeins þegar líða tók á kvöldið og veðrið varð skárra í síðari hálfleik.  Við lékum undan vindi og það hjálpaði okkur, við settum á þá tvö mörk á 59 og 73 mín, staðan orðin 2-1.  Það var Rúrik Þorfinnsson sem setti bæði mörkin og gerði það vel.  Við vorum miklu betri í síðari hálfleiknum og fengu þó nokkuð af færum sem við hefðum átt að nýta betur en allt kom fyrir ekki, lokatölur í kvöld 2-1. Okkar fyrsti sigur í mótinu og ég held að það sé að komast mynd á liðið fyrir sumarið.  Við vorum miklu betri en Grótta í kvöld en aðstæður voru þannig að það er erfitt að meta liðið.  Grótta missti mann af velli á 81 mín. þegar Hafþór Mar fór frjálslega í tæklingu og í framhaldi af því fauk einn Gróttu strákur af velli, einhver hundur í drengnum.  Góður sigur í kvöld og eitthvað sem við þurfum að byggja á. Vel gert FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!