fbpx
Ernir vefur

Tap gegn Haukum í gær

Ernir BjarnasonStrákarnir okkar í fótboltanum mættu að Ásvöllur í gær þegar þeir léku gegn Haukum í fjórðu umferð Íslansmótsins. Það var kalt á vellinum, blástur en sól.
Við byrjuðum leikinn ekki vel og spiluðum fyrri hálfleikinn heinlega illa og vorum kannski heppnir að vera yfir í hálfleik 0-1 en Ernir Bjarnason skoraði fyrir okkur á 40 mín.
Við vorum aðeins betri í síðari hálfleik en náðum ekki að ógna marki Hauka neitt að ráði.  Haukar voru svo sem ekki heldur líklegir til að gera neitt fyrr en á 81 mín þegar þeir gerðu frekar ódýrt mark og staðan orðin 1-1.  Það var svo ekki nóg heldur gáfum við mark á 92 mín og 2-1 tap staðreynd.  Ferlega léleg að tapa þessum leik og ljóst að við þurfum að fara að taka stig í þessari deild.
Næsti leikur er á þriðjudag í bikarnum gegn KV á KR-velli.  Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!