fbpx
FRAM - HK vefur góð

Tap gegn Víkingi Ó

Maggi LuÞað var ljómandi fótbolta veður á nesinu í dag þegar við FRAMarar mættum á svæðið, menn komu á öllum tímum,  sumir snemma, fengi sér kaffi og með því fyrir leik. Einhverjir búnir að bjóða heim og hvað eina.  Völlurinn skartaði sínu fegursta og greinilegt að heimamenn hafa unnið heimavinnuna vel og dundað vel við þennan völl í ár.
Leikurinn byrjaði fjöruglega en róaðist svo, við kannski heppnir að fá ekki á okkur mark strax á fyrstu mín. leiksins.  Við færðum okkur ofar á völlinn en náðum svo sem ekki að skapa okkur nein teljandi færi, við samt líklegir.  En á 30 mín fengum við á okkur þetta líka markið, einn í samskeytin og lítið við því að gera.  Við reyndum að setja pressu á Ólsarar en gekk ekki sem skildi og staðan í hálfleik 1-0.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel og við ekki næganlega vel með á nótunum,  það vantar meiri kraft og áræðni í þetta lið okkar.  Ólsarar hreinlega betri fyrstu 15-20 mín síðari hálfleiks.  Við hreinlega ekki líklegir til að skora.  Við verðum að vilja þetta sjálfir. Við gerðum tvær breytingar á þessum tíma Hafþór Mar og Arnór Aðalsteins komu inn í liðið og það er mér að skapi að sjá þessa drengi inni á vellinum.  Hafþór var að spila vel þegar hann meiddist illa gegn Gróttu og Arnór er framtíðarleikmaður að mínu mati.   Góðar breytingar en svo kom skellurinn, við fengum á okkur tvö mörk á tveimur mín. eftir skelfileg misstök og vondan varnarleik. Staðan 3-0 og 15 mín eftir að leiknum, þetta var algjört rothögg og leikurinn í raun tapaður.  Við reyndum svo sem að laga stöðuna en komust ekki mikið áfram, andstæðingurinn dróg úr hraðanum og erfitt að gera mikið. Þessi staða er oftast vonlaus og lítið við því að gera annað en að koma sér ekki í hana.  Ólsarar náðu svo að setja eitt mark í lokinn. Lokatölur í leiknum 4-0 tap. Nú verða leikmenn að setjst niður og skoða sinn leik, það er enginn sem gerir þetta fyrir okkur og allir þurfa að gera betur.  Næsti leikur er á heimavelli í „Úlfagryfjunni“ á laugardag kl 14:00 gegn Grindavík,  Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!