fbpx
Kristó

Baráttu sigur á heimavelli gegn FH

fram-fh-300x300Strákarnir okkar í handboltanum tóku á móti FH í Olísdeildinni í handbolta í kvöld. Leikið var í Safamýrinni en leikurinn var fyrsti leikur okkar í annarri umferð deildarinnar.  Við áttum harma að hefna en við lékum gegn FH í fyrstu umferð Íslandsmótsins og töpuðum þeim leik illa þar sem við voru yfir mestan hluta leiksins. Okkar mönnum var því mikið í mun að jafna metin frá því í fyrstu umferð.  Það var þokkalega mætt í kvöld, stuð á strákunum eins og venjulega en klárlega einhverjir í vetrarfrí.
Leikurinn í kvöld byrjaði alveg þokkalega, ekki mikið skorað til að byrja með en svo færðist fjör í leikinn, FH heldur með yfir höndina og við að elta. Staðan eftir 10 mín. 4-5.  Leikurinn róaðist aðeins næstu mínútur og ekki mikið skorað, við áfram að elta náðum okkur ekki nógu vel á strik. Staðan eftir 20 mín. 7-8.  Markverðirnir komu vel inn í lok hálfleiksins og kristófer tók nokkra góða bolta, við náðum svo að jafna leikinn á 22 mín. 8-8. eftir það var jafnt á öllum tölum og staðan í hálfleik 11-11.  Leikurinn bara skemmtilegur, hraður og vel tekist á en dómarar leiksins algerlega úr takti við leikinn.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel hjá okkur, við allt of æstir og ætluðum greinilega að klára leik strax, það gekk því miður ekki og við lentum undir. Við gerðum mikið af misstökum og það kom okkur í koll, staðan eftir 40 mín. 13-15.  Við héldum áfram að berjast og það skilar alltaf árangri, við bættum sóknarleikinn,  vörnin hélt vel, Kristófer tók góða bolta og að lokum náðum við að jafna leikinn 16-16 eftir 45 mín.  Við komust svo yfir á 46 mín og staðan eftir 50 mín 18-16.  Við að berjast um alla bolta en stundum sjálfum okkur vestir.  Við gáfum aðeins eftir og FH náði að jafna á 55 mín. 18-18 en lengra komust þeir ekki, Kristófer skellti í lás og hélt hreinu það sem eftir var, hrikalega flottur. Lokatölur í kvöld 20-18, flottur baráttu sigur og við unnum virkilega vel fyrir þessum stigum.  Kristófer var góður í leiknum en frábær í lokinn, vörnin var góð allan leikinn en sóknarlega vorum við kannski ekki næganlega góðir í kvöld en Toggi góður.  Frábær sigur og gott að kvitta fyrir leikinn í Hafnarfirði, leikurinn í heild skemmtilegur. Dómarar leikisins voru hinsvegar ekki með á nótunum, þeir eru þeir einu sem þurfa að skoða sinn leik all verulega, engan veginn tilbúnir í svona leik.   Næsti leikur er eftir slétta viku í Víkinn en þangað höfum við FRAMarar ekki komið á mörg ár, það verður spennandi að mæta þangað og örugglega erfiður leikur, sjáumst í Víkinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!