fbpx
bullur

Lögreglan í Rúmeníu fylgist vel með “handboltabullum” FRAM

Áhorfendur
Bullur IIÞað er skemmtilegt að segja frá því að rúmenska öryggislögreglan virðist hafa einhverjar áhyggjur af leik FRAM og Roman sem fer fram í Rúmeníu á laugardag. Í vikunni barst fyrirspurn til FRAM í gegnum embætti ríkisrögreglustjóra. Þar var farið fram á það við FRAM að upplýst yrði um nákvæma ferðatilhögum FRAM á leið sinni um Rúmeníu og hvað margir áhangendur FRAM væru væntanlegir með liðinu til Rúmenínu. Ekki nóg með það heldur var farið fram á það að félagið gæfi upp hvað margir  og þá hverjir  af þeim sem kæmu með liðinu væru líklegir til að vera með læti eða óspekktir á leiknum. FRAM  gaf þeim rúmensku fúsleg þær upplýsingar sem farið var fram á og að einn áhangandi FRAM yrði með í för og væri hann líklegur til að vera líflegur á vellinum.  Ykkur til upplýsingar þá er þessi áhorfandi formaður deildarinnar og því líklegt að hann verði undir ströngu eftirliti á meðan á leiknum stendur.  Samkvæmt okkar upplýsingum var rúmenska lögreglan kampa kát  með þessar upplýsingar og ekki er reiknað með því að kalla þurfi út auka mannskap vegna leiksins á laugardag. Samt ljóst að þeir rúmensku taka svona hluti alvarlega.
Leikurinn á laugardag hefst kl. 11:00 að okkar tíma. Við munum setja inn á heimasíðu FRAM upplýsingar um gang mála á laugardag og ef til vill pistil eftir því sem upplýsingar berast til okkar frá Rúmenínu.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!