Knattspyrnufélagið Fram gekk í dag frá tveggja ára samningi við Brynjar Kristmundsson. Brynjar er þriðji leikmaðurinn sem Fram semur við á stuttum tíma en nýverið gengu til liðsins þeir Atli Fannar Jónsson frá Víkingi Reykjavík, Hlynur Atli Magnússon frá Noregi og svo nú Brynjar.
Brynjar er 23 ára gamall og lék síðast með norska liðinu Volda IT þar sem hann spilaði 10 leiki og skoraði í þeim 4 mörk. Einnig lék Brynjar 8 leiki með Víkingi Ólafsvík síðastliðið sumar og skoraði í þeim 1 mark.
Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Brynjar alls leikið alls 144 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað í þeim 8 mörk, þar af 28 leiki í efstu deild – bæði með Víkingi Ólafsvík og Valsmönnum.
Framarar bjóða Brynjar velkominn og binda miklar vonir við samstarfið á komandi árum.“
Knattspyrnudeild FRAM