fbpx
Lísa vefur

Fjögurra marka tap í Rúmeníu

hafdis kaStelpurnar okkar í handboltanum léku í dag fyrri leik sinni gegn H.C.M Roman í EHF-cup. Leikið var í Rúmenínu og segja mínar heimildir að það hafi verið uppselt á leikinn. Hægt var að fylgjast með leiknum beint á netinu sem var mjög flott.
Stelpurnar byrjuðu leikinn vel í dag, vörnin var góð en sóknarlega vorum við að klikka full mikið. Leikurinn var jafn lengi framan af en í stöðunni 13-11 fór allt í baklás.  Við lentum í því að spila tveimur færri og það gekk allt á afturfótunum það sem eftir lifði hálfleiksins.  Rúmenarnir sölluðu á okkur mörkum og við hreinlega ekki með síðustu mínútur hálfleiksins.  Skelfilegur endir á annars ágætum hálfleik. Staðan í hálfleik 17-11.
Við byrjuðum síðar hálfleikinn ágætlega, skyttur okkar hreinlega ekki með, náðum samt fljótlega að minnka muninn í 2 mörk 21-19. En þá kom annar skelfilegur kafli þar sem við gerðum urmul af misstökum og það stóð ekki stein við steini í okkar sóknarleik.  Stefán tók leikhlé í stöðunni 29-21, það virkaði vel því við fengum ekki á okkur mark það sem eftir lifði leiks.  Stelpurnar náðu að minnka muninn jafnt og þétt, gerður síðustu 4 mörk leiksins, lokatölur í leiknum 29-25.  Það eru í raun góð úrslit því við vorum ekki að spila vel í þessum leik, eigum mikið inni og algjörlega raunhæft að vinna þennan mun upp í síðari leiknum. Guðrún markvörður meiddist á ökla í síðari hálfleik og varð að fara af velli en Hafdís Lilja kom í markið og hélt hreinu, vel gert.  Hafdís Iura meiddist í fyrri hálfleik á hné og varð að fara af velli, lítur ekki vel út með hana. Vont að missa leikmenn í meiðsl núna.  Það er ljóst að við eigum erfiðan leik á heimavelli um næstu helgi en alls ekki ómögulegt að vinna þennan mun upp,  Við getum spilað mun betur en þurfum að sýna okkar besta á laugardag kl. 17:00 í FRAMhúsi.  Það verða allir FRAMarar að mæta og spurning hvort það verður ekki uppselt eins í Rúmeníu, sjáumst á laugardag.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!