Hafdís Iura og Guðrún Ósk meiddust báðar í leiknum gegn H.M.C Roman í dag.
Hafdís meiddist í fyrri hálfleik og það lítur út fyrir að meiðsl hennar gætu verið alvarleg.
Hafdís fór í skoðun á spítala en ekki er vitað hverslu alvarleg meiðslin eru en men óttast að krossbönd gætu verið sködduð. Það mun ekki koma í ljós fyrr en liðið kemur heim og nánari greining fer fram. Guðrún Ósk meiddist svo í síðari hálfleik og var óttast að hún hefði brotnað á ökla en í myndatöku kom í ljós að stelpan er óbrotin en illa tognuð. Við sendum stelpunum okkar bata kveðjur og vonum að meiðslin séu ekki það alvarleg að þau haldi þeim frá keppni.
Það er tveir hörkuleikir í næstu viku, heimaleikur gegn Gróttu á miðvikudag og svo leikur við Roman á laugardag.
ÁFRAM FRAM