Strákarnir okkar í handboltanum skelltu sér að Hlíðarenda í kvöld og mættu þar heimamönnum í Olísdeildinn. Það var frekar fámennt að Hlíðarenda þegar leikurinn hófst en átti eftir að batna lítið eitt. Það var hinsvegar gaman að sjá hvað margir FRAMarar létu sjá sig og það heyrðist vel í mannskapnum, þessi stuðningur er gríðarlega mikilvægur og skiptir sköpum í svona leikjum, vel gert FRAMarar.
Leikurinn byrjaði frekar rólega, bæði lið léku sterka vörn og liðin voru varkár í upphafi. Staðan eftir 10 mín. 3-3. Næstu mín þróuðust svipað leikurinn frekar hægur og ekki mikið skorað, liðin mikið útaf og stundum fyrir lítið að mér fannst. Staðan eftir 20 mín. 7-6. Við náðum svo að klára hálfleikinn vel, nýttum okkur vel að vera fleiri á vellinum, spiluðum frábæra vörn og Kristó varði vel. Við kannski pínu heppnir á þessum kafla en unnum verulega vel fyrir því og áttu það alveg skilið. Staðan í hálfleiki 10-12.
Við vorum mikið útaf fyrstu 5 mín. síðari hálfleiks en náðum að halda sjó sem var vel gert, náðum svo aðeins að bæta okkar stöðu með gríðarlegri baráttu, staðan eftir 40 mín. 12-15. Þessi barátta hélt okkur á floti það sem eftir lifði leiks, við bættum við mörkum og náðum mest fjögurra marka forrustu 16-20 þegar 49 mín. voru liðnar. Við gáfum í raun aldrei færi á okkur, vörnin var frábær allan leikinn, Kristó varði vel, kannski full hægir sóknarlega á köflum, vantaði kannski smá aga og áttum að vera búnir að loka þessum leik mun fyrr en við gerðum. Lokatölur 19-22. Þessi leikur fer ekki í neinar sögubækur en það var varnarleikur og markvarsla sem kláraði þennan leik ásamt frábærri baráttu allan leikinn. Við þurfum að vera pínu agaðri þegar spennan magnast en mér finnst við vera að ná tölum á þeirri stöðu þó oft megi ekki mikið útaf að bregða. Þegar við náðum að halda okkar skipulagi þá klárum við leikina, hrikalega flottur sigur á erfiðum útivelli, vel gert strákar. Næsti leikur er á fimmtudag á heimavelli gegn Haukur, það verður eitthvað, sjáumst.
ÁFRAM FRAMÞr