Valinn hefur verið afrekshópur kvenna sem kemur saman til æfinga vikuna 22-29. nóvember. Þessi hópur er hugsaður til að tengja betur saman Olísdeildina, yngri landslið og A landslið kvenna. Þarna fá fleiri leikmenn að kynnast því starfi sem er unnið í kringum landslið Íslands. Afrekshópur kvenna er undir stjórn Hilmars Guðlaugssonar. Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo leikmenn í þessu afrekshópi en þær eru:
Elva Þóra Arnardóttir Fram
Hekla Rún Ámundadóttir Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM