fbpx
bullur

Handboltaveisla í þessari viku 3 toppleikir í vikunni

Fram - Grótta- Olis1 - 190913Fram - Haukar 3 umferð- Olis1 - 190913FRAM - HCM Roman - EHF1 - 190913Það er sannkölluð handboltaveisla í þessari viku.
Mfl. kvenna leikur á morgun við Gróttu í toppslag Olísdeildar kvenna og hefst leikurinn kl. 20:00.

Mfl. karla leikur á fimmtudag við Hauka og er það líka toppslagur í Olísdeild karla sá leikur hefst  kl. 19:30.

Á laugardag kl. 17:00 leika stelpurnar okkar svo seinnileik sinn gegn H.C.M. Roman í Evrópukeppni kvenna EHF-cup.
Stelpurnar áttu ágætan leik í Rúmeníu og geta klárlega unnið þetta sterka rúmenska lið ef við fyllum húsið og styðjum stelpurnar.
Þetta rúmenska lið er mjög gott með svakalegar skyttur sem ná yfir 190 cm frá jörðu án þess að hoppa.
Við hvetjum allt handbolta áhugafólk til að mæta á þessa leiki  í vikunni og styðja okkar leikmenn í kvenna og karla flokki.
Það verður kveikt upp í grillinu fyrir leik og hvetjum alla til að mæta í „BLÁU“
Endilega látið sjá ykkur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email