fbpx
Hulda gegn UMFA vefur

Vont tap á heimavelli í Olísdeild kvenna

HildurStelpurnar okkar í handboltanum mættu í kvöld Gróttu í toppslag Olísdeildar kvenna en leikið var í Safamýrinni.  Það var vel mætt á leikinn og flott stemming í húsinu.  Hrikalega gaman að sjá svona marga mætta á leikinn og við FRAMarar létum í okkur heyra strax frá byrjun. Svo voru menn spenntir að dómarar leikisns kvörtuðu undan köllum í þeirra garð í fyrri hálfleik, held stundum að menn þurfi að horfa í eigin barm og þola smá spennu og sprell  á pöllunum.
Leikurinn byrjaði vel að mér fannst, við lentum undir strax í byrjun og var það eingöngu vegna þess að við nýttum ekki færin okkar.  Við náðum svo að rétta okkar hlut í 3-4 eftir 10 mín. Þá kom vondur kafli þar sem við héldum áfram að taka vond færi og fara illa með góð færi.  Staðan eftir 20 mín. 4-10. Við hreinlega alveg úti á þekju á þessum kafla.  Við náðum aðeins að laga okkar leik fyrir hálfleik en gerðum of mikið af misstökum til að ná að minnka muninn fyrir hlé. Staðan í hálfleik 7-14.  Fyrri hálfleikur í heildina ekki góður, sóknarleikurinn misstækur, varnarleikurinn gloppóttur og markvarslan lítil.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn illa, héldum áfram að gera mikið af tæknimisstökum og hittum markið illa. Staðan eftir 40 mín 10-20.  Það var dálítið saga leiksins að  við nýttum færin okkar illa, sem við vorum samt að koma okkur í, held að við höfum hitt stöngina 10-20 sinnum í leiknum, missti allavega töluna. Staðan eftir 50 mín. 13-22.  Það er ekki mikið hægt að segja um þennan leik við töpuðum að lokum 19-31. Þó við höfum tapað þessum leik þá þurfum við ekkert að örvænta, mér fannst við skapa okkur færi allan leikinn en það vantaði einbeytingu til að klára færin. Kannski er Evrópuleikurinn eitthvað að trufla okkur en við þurfum ekkert að dvelja við þennan leik. Varnarlega stóðum við oft ágætlega en vorum ekki nógu duglega að sækja skytturnar út, lágum of aftarlega allan leikinn og leyfðum þeim að skjóta fyrir innan punktalínu allan leikinn.  Fyrir mér gengur það ekki, þurfum að vera miklu duglegri og grimmari, við getum það klárlega.  Markvarslan var ekki góð í þessum leik en vörn og markvarsla vinnur oft saman.   Það fínt að svekkja sig aðeins í kvöld yfir þessum leik  en síðan er það búið.   Næsti leikur verður á laugardag en þá mætum við Roman í seinni leiknum í Evrópukeppninni, þar þurfum við að sýna allar okkar sparihliðar og mæta eins grenjandi ljón.  Vonandi fyllum við húsið og látum í okkur heyra eins og kvöld.

Það koma fullt af myndum úr leiknum inn á http://frammyndir.123.is/ síðar í kvöld, endilega kíkið inn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email