fbpx
Fyrsta æfing

Fótboltinn kominn á fullt, æfingaleikir og futsal

ÁsiÁsmundur Arnarsson þjálfari mfl. karla situr ekki auðum höndum þessa dagana, æfingar ganga vel og margir leikmenn hafa fengið að spreyta sig á æfingum með liðinu.  Ásmundur er núna að skera hópinn niður og ætlar að skera meira niður á næstunni.  Liðið spilaði sinn fyrsta æfingaleik undir stjórn Ásmundar í síðustu viku en þá mættum við Breiðablik í Fífunni og biðum lægri hlut með minnsta mun. 1-0. Það er ekki mikið hægt að segja um þennan leik nema að hann gekk ágætlega og Ásmundur var þokkalega sáttur við leikinn í heild.  Næsti æfingaleikur verður  á fimmtudag en þá leikur liðið gegn HK í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:30.
Strákarnir í mfl. munu svo  taka þátt í Íslandsmótinu í futsal en liðið er í riðli með Selfoss, Sindra og Erninum. Fyrri umferð riðilsins verður leikinn á Selfossi sunnudaginn 22. nóv. og hefst fyrsti leikurinn kl. 14:00 í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.  Ekki hafa drengirnir æft sérstaklega fyrir þetta mót og því rennum við nokkuð blit í sjóinn með það hvernig við komum út úr þessum inni bolta. Síðari umferðin verður svo leikinn sunnudaginn 13. des. í íþróttahúsi Kórsins. Nánar um þessa leiki á heimasíðu KSÍ.
Fyrir áhugasama þá munu strákarnir leika nokkra æfingaleik fram að áramótum og hér má sjá dagskrá liðsins fram til jóla.
Fimmtud 19.nóv   kl. 18:30 Kórinn – HK-Fram
Sunnud 22.nóv    kl. 14:00 Selfoss – Íslandsmótið í Futsal fyrri umferð:Selfoss, Sindri, Örninn
Mánud 30.nóv      kl. 18:30 Egilshöll – Valur-Fram
Föstud 11.des      kl. 20:00 Egilshöll – Fram-Grindavík
Sunnud 13.des    kl. 13:00 Kórinn – Íslandsmótið í Futsal seinni umferð: Selfoss, Sindri, Örninn
Miðvd 16.des       kl. 18:30 Egilshöll – Leiknir-Fram (ekki staðfest)

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!