Ásmundur Arnarsson þjálfari mfl. karla situr ekki auðum höndum þessa dagana, æfingar ganga vel og margir leikmenn hafa fengið að spreyta sig á æfingum með liðinu. Ásmundur er núna að skera hópinn niður og ætlar að skera meira niður á næstunni. Liðið spilaði sinn fyrsta æfingaleik undir stjórn Ásmundar í síðustu viku en þá mættum við Breiðablik í Fífunni og biðum lægri hlut með minnsta mun. 1-0. Það er ekki mikið hægt að segja um þennan leik nema að hann gekk ágætlega og Ásmundur var þokkalega sáttur við leikinn í heild. Næsti æfingaleikur verður á fimmtudag en þá leikur liðið gegn HK í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:30.
Strákarnir í mfl. munu svo taka þátt í Íslandsmótinu í futsal en liðið er í riðli með Selfoss, Sindra og Erninum. Fyrri umferð riðilsins verður leikinn á Selfossi sunnudaginn 22. nóv. og hefst fyrsti leikurinn kl. 14:00 í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Ekki hafa drengirnir æft sérstaklega fyrir þetta mót og því rennum við nokkuð blit í sjóinn með það hvernig við komum út úr þessum inni bolta. Síðari umferðin verður svo leikinn sunnudaginn 13. des. í íþróttahúsi Kórsins. Nánar um þessa leiki á heimasíðu KSÍ.
Fyrir áhugasama þá munu strákarnir leika nokkra æfingaleik fram að áramótum og hér má sjá dagskrá liðsins fram til jóla.
Fimmtud 19.nóv kl. 18:30 Kórinn – HK-Fram
Sunnud 22.nóv kl. 14:00 Selfoss – Íslandsmótið í Futsal fyrri umferð:Selfoss, Sindri, Örninn
Mánud 30.nóv kl. 18:30 Egilshöll – Valur-Fram
Föstud 11.des kl. 20:00 Egilshöll – Fram-Grindavík
Sunnud 13.des kl. 13:00 Kórinn – Íslandsmótið í Futsal seinni umferð: Selfoss, Sindri, Örninn
Miðvd 16.des kl. 18:30 Egilshöll – Leiknir-Fram (ekki staðfest)
ÁFRAM FRAM