fbpx
Óðinn vefur

Tap í flottum handboltaleik

Kristo gegn ibvVið FRAMarar mættum Haukum í Olísdeild karla í Safamýrinni í kvöld, við áttu harma að hefna  enda töpuðum við frekar illa í 1. umferðinni.  Þá vorum við yfir í hálfleik að mig minnir en það fór allt á versta veg í þeim seinni og við töpuðum sannfærandi. Staða liðanna í deildinni núna gaf til kynna að leikurinn gæti orðið sannkallaður toppleikur, en bæði lið eru í efstu sætum deildarinnar. Það var vel mætt á leikinn í kvöld eins og í gær, frábært að fá þennan mikla stuðning frá ykkur öllum.
Leikurinn byrjaði dálítð eins og fyrri  leikir þessara liða hafa gert síðustu ár, bæði lið spila sterkan varnarleik og agaðan sóknarlega.  Við aðeins að flýta okkur til að byrja með  og ekki nógu agaðir sóknarlega, staðan eftir 10 mín. 3-5.  Við héldum áfram að elta og náðum ekki að koma koma jafnvægi á okkar sóknarleik, staðan eftir 20 mín.  6-9.  Þá kom góður kafli vörnin svínvirkaði og við náðum að setja góð mörk, náðum að jafna leikinn í 10-10 þegar stutt var eftir að hálfleiknum en staðan í hálfleik 11-12. Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik, mikill hraði, varnarleikur og markvarsla með miklum ágætum.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, náðum tökum á sóknarleiknum sem gaf okkur góð mörk, staðan eftir 40 mín 17-15, eftir að við höfðum komist í 17-13.  Mér fannst við “slappa aðeins af” á þeim tímapunki eða kannski vorum við smá þreyttir eftir þetta mikla upphlaup, held samt ekki. Við fórum að gefa auðveld mörk sem við höfðum ekkert verið að bjóða uppá  síðustu 20 mín. í leiknum.  Þetta þýddi að við buðum þeim dálítið inn í leikinn aftur sem er eitthvað sem við ættum aldrei að gera.  Leikurinn var áfram bráðskemmtilegur og við héldum forrustunni, staðan eftir 50 mín. 19-18.  Við náðum því miður ekki að klára síðustu 10 mín. leiksins, gerðum misstök í vörninn og náðum okkur ekki á strik sóknarlega, náðum ekki að leysa varnarleik andstæðinganna. Lokatölur í kvöld 22-24.
Strákarnir okkar buðu upp á fínan leik í kvöld, voru lengst af mjög flottir, en mér fannst við vera sjálfum okkur verstir, það vantaði meira framlag frá okkur úti leikmönnum þeir voru með 27 skot en aðeins 7 mörk sem er bara ekki nógu gott í svona leik þar sem allir þurfa að sýna sitt besta. Við þurfum meira framlag frá þeim og þeir eru örugglega pínu svekktir út í sjálfan sig núna..  Varnarlega vorum við lengst af mjóg góður en gerðum okkur seka um klaufa mörk sem reyndist dýrt því hvert mark er svo dýrmætt í svona toppleikjum.  Annars tek ég hatt minn ofan fyrir strákum okkar því þeir lögðu sig allan fram í kvöld, buðu okkur upp á flottan handboltaleik og áhorfendur fengu mikið fyrir aurinn í kvöld.  Kristó var okkar besti maður í kvöld, Óðinn er að koma aftur sterkur inn sem er mjög jákvætt þannig að ég örvænnti ekki.   Súrt að tapa en ekkert  til að dvelja yfir, næsti leikur er eftir slétta viku á heimavelli gegn Akureyri, þá vill ég sjá alla sem mættu í kvöld og jafnvel enn fleiri.  Flott stemming á vellinum í kvöld og strákarnir hrikalega flottir. FRAMarar eru flottastir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email