Stelpurnar okkar í handboltanum léku í dag seinni leiks sinn gegn rúmenska liðinu Roman frá samnefndri borg í Rúmenínu. Fyrri leikurinn fór fram í Roman fyrir sléttri viku og þá var fullt hús, hriklaleg stemming í húsinu þó fátt annað hafi uppskorið þvílík lýsingarorð í þeirri ferð. Það er samt alltaf upplifum að taka þátt í svona keppnum og fara á staði sem maður myndi aldrei heimsækja annars. Það að taka þátt í svona keppnum er einstakt og ekki margir sem fá svona tækifæri, fyrst er það að máta sig við aðrar þjóðir í íþróttinni en hitt er að sjá við hvaða aðstæður þeir eru að leika, æfa, borða, sofa osfv. Held að stelpurnar muni aldrei gleyma ferðinni til Roman, þannig er það bara. Við töpuðum leiknum gegn Róman með fjórum mörkum og því ljóst að við ættum mjög erfitt verkefni fyrir höndum í dag, lið Roman er gríðarlega sterkt. Fyrir það fyrsta eru þær atvinnulið, þær gera ekkert annað en að æfa handbolta.þær hafa innanborðs þrjá erlenda leikmenn, tvo leikmenn sem eru um 190 cm. á hæð og allt liðið vel þjálfað, veikasti hlekkurinn að mér fannst var markvarslan, þær voru ekkert sérstakar, en samt ekki slakar. Virkilega gott lið en alls ekki ómögulegt að vinna þær hér í Safamýrinni, sérstaklega þegar við FRAMarar fjölmennum á pallana eins og í dag. Ég var samt búinn að lofa því að við myndum fylla húsið en það tókst því miður ekki. Þeir sem mættu voru virkilega líflegir og gaman að vera með ykkur á leiknum í dag. Vel gert FRAMarar.
Þá loks að leiknum í dag sem var virkilega skemmtilegur, hraður, fjörugur og bara gaman að horfa á leikinn. Mér fannst eins og okkar stelpur væru vel stemmdar í dag, kraftur í þeim, leikgleði, fögnuðu mörkum frá byrjun og liðið að spila vel. Leikurinn byrjaði vel, jafnt á felstum tölum til að byrja með staðan eftir 10 mín 3-4. Við ekkert að spila glimrandi sóknarleik, en allir að gera sitt besta og varnarleikurinn var góður á þessum kafla. Næstu 10 mín. eða svo voru dálítið eins, við alltaf að elta en munurinn aldrei nema eitt mark, staðan eftir 20 mín. 7-7. Mér fannst við alltaf vera að ná tökum á leiknum en komumst aldrei alveg yfir þann þröskuld, grátlegt að mér fannst því þær stóru voru í vandræðum, allar nema sú litla sem stjórnaði leik Rúmena hún fór á kostum og skoraði að mér fannst full mikið en hún var virkilega góð fyrstu 20 mín leiksins. Hún hefði ekki átt að spila nema 19 mín. því þá skaut hún hnitmiðuðu skoti beint í andlit Guðrúnar í markinu úr vítakasti. Guðrún hreyfði sig ekkert í vítinu og því hefði sú rúmenska átt að fá beint rautt spjald, skondnir ítalskir dómarar leiksins leiku einhvern millileik sem stundum er gert í skákinni en alls ekki í handbolta og gáfu þeirri rúmensku 2 mínútur. Eitthvað sem er óþekkt í handboltareglum í dag en sú rúmenska hefði átt að fá rautt spjáld. Svona er þetta og ég vona svo sannarleg að eftirlitsmaður leiksins geri þeim grein fyrir því að það sem þeir gerðu var rangt. Hefðum kosið að losna við þessa stelpu því hún var drullu góð allan leikinn. Það var bara hrikalega gaman að horfa á síður 10 mín. hálfleiksins, hann var hraður, brátta og falleg mörk. Við vorum samt pínu óheppnar að mér fannst, fengum á okkur drullu mörk þar sem þær rúmemsku voru hrikalega heppnar. Staðan í hálfleik 12-14. Ekkert til að svekkja sig yfir en pínu ósanngjarnt að mér fannst.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn virkilega vel, vörnin var frábær og sóknarlega fannst mér við vera með meira sjálfstraust, við náðum forrustunni og voru yfir eftir 40 mín 16-15. Við náum tveggja marka forrustu í stöðunni 17-15 en þá fengum við á okkur þrjú mörk í röð, öll frekar ódýr sem var svekkjandi. Staðan eftir 50 mín. 20-20. Virkilega skemmtilegur leikur og við í raun að spila vel á mörgum sviðum handboltans, stelpurnar voru líka að skemmta sér, það smitar úr frá sér til áhorfenda. Við náðum síðan ekki að klára leikinn, síðustu 10 mín. leiksins voru okkar slakasti hluti, ekki svo að skila að við höfum ekki reynt en við þurftum að tala smá sénsa og það heppnaðist ekkert af því, þannig er það bara. Lokatölur í dag 22-27 sem var mesti munurinn í leiknum í dag, engin skömm að tapa þessu leik en þurftum ekki að tapa með fimm mörkum. Þetta er bara svona stundum, við reyndum að vinna leikinn sem var alls ekki óraunhæft en fengum þessi úrslit í staðinn. Það er oft stutt á milli þess að taka áhættu og tapa illa. Í þessum Evrópuleikjum er þetta eins og í bikarkeppni það er allt eða ekkert, þannig að í raun var engu að tapa því líta þessi úrslit illa út, sem er í raun rangt. Við spiluðum vel í þessum leik, mjög margir leikmenn að spila vel, allir að leggja sig fram, bráttan í liðinu var til fyrirmhttp://frammyndir.123.is/yndar, ég var bara stoltur af FRAMliðinu í dag þegar ég gekk út af leiknum, það er bara þannig. Varnarleikur liðsins var góður allan leikinn, gríðarlega sterkt að fá Steinunni inn í liðið og hún á bara eftir að verð betri. Sóknarleikurinn þarf að verða betri þ.e við þurfum að fá meiri stöðuleika í hann, Guðrún var ekki að spila sinn besta leik í dag, en stóð sig samt vel og ég veit að henni leið ekki sem best í fætinum. Það verður allt gróið þegar stelpurnar spila næst sem verður 27. des gegn Gróttu í Fí-bikarnum að Strandgötu í Hafnarfirði. Sjáumst þá.
Fullt af myndum á http://frammyndir.123.is/ endilega kíkið á myndir.
ÁFRAM FRAM