Í dag gekk Knattspyrnudeild Fram frá samningi við Ingólf Sigurðsson til næstu tveggja ára. Ingólfur gengur til liðs við Fram frá Víkingi Ólafsvík en þar lék hann 24 leiki síðastliðið sumar og skoraði í þeim 7 mörk. Ingólfur á að baki bæði leiki fyrir Val og KR í efstu deild karla og hefur leikið fjölda leikja fyrir hönd Íslands í yngri landsliðum. Alls hefur hann leikið 67 leiki í meistaraflokki hér á landi og skorað í þeim 10 mörk en Ingólfur var um tíma á mála hjá Heerenveen í Hollandi og Lyngby í Danmörku.
Ingólfur er 22 ára gamall og er fjórði leikmaðurinn í spennandi hópi ungra en jafnframt reynslumikilla leikmanna sem gengið hafa til liðs við Fram á síðastliðnum vikum. Áður höfðu Atli Fannar Jónsson gengið til liðs við liðið frá Víkingi Reykjavík ásamt þeim Hlyni Atla Magnússyni og Brynjari Kristmundssyni komið frá Noregi.
Knattspyrnudeild Fram hlakkar til samstarfsins við Ingólf og ætlar honum stórt hlutverk í vegferðinni í að koma Fram í hóp þeirra bestu á nýjan leik.
Jafnframt hyggur félagið á að styrkja leikmannahópinn enn frekar fyrir komandi átök næsta sumar.
Knattspyrnudeild FRAM