Við FRAMarar héldum í dag súpufund númer þrjú. Við erum alsælir með mætinguna, nokkur ný andlit sem var frábært að sjá. Okkur telst til að það hafi verið rúmlega 70 menn og konur sem gæddu sér á þessari líka fínu súpu. Það var virkilega skemmtilegt að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins.
Við fengum til okkar gest en Guðlaugur Arnarsson þjálfari meistaraflokks karla mætti og hélt smá tölu um karla lið FRAM í handbolta. Þar fór hann yfir hvernig liðið hefur verið að þróast síðustu tvö ár. Guðlaugur koma með tölulegar upplýsingar sem þjálfarateymið er að vinna með og útskýrði helstu breytingar sem hafa orðið á liðinu á milli ára. Hvað hefur verið að batna og það sem þarf að laga enn frekar. Nefndi t.d að í leiknum í gær voru 10 af 14 leikmönnum á skýrslu uppaldir FRAMarar. Flott innlegg frá Gulla og við ætlum að halda áfram með svona heimsóknir og munum boða til okkar aðra þjálfara á næsta fund.
Það er von okkar að við sjáum alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður á nýju ári eða 29. janúar 2016. Hvetjum alla FRAMara til að mæta og hjálpa okkur að láta fleiri vita af þessari velheppnuðu uppákomu.
Minnum á val á „íþróttamanni FRAM 2015“ miðvikudaginn 30. jan. Kl. 18:00. Þar eru allir velkomnir
Takk fyirr komuna
ÁFRAM FRAM