fbpx
Arnar Freyr gegn Akureyri vefur

Andleysi og tap í Olísdeild karla

ÓðinnStrákarnir okkar í handboltanum mættu Gróttu á nesinu í Olísdeild karla í kvöld.  Það var ágætlega mætt af okkar fólki en frekar hljótt á pöllunum enda gaf leikur okkar í kvöld ekki mikið tilefni til að kætast mikið.
Við byrjuðum leikinn svo sem sæmilega jafnt á flestum tölum til að byrja með og jafnt eftir 10 mín. 4-4. Þá skildu leiðir, við fengum á okkur 4 mörk á næstu fjórum mín. án þess að setja mark.  Við einhvern veginn ekki með á nótunum,  vörnin hriplek og mikið um tækni misstök hjá okkur sóknarlega.  Staðan eftir 20 mín.  11-8.  Við náðum okkur lítið á strik það sem eftir lifði hálfleiksins, vörn og markvarslan ekki góð ásamt því að gera mikið af misstökum.  Vorum samt inni í leiknum, gerðum 13 mörk í fyrri hálfleik sem er í meðallagi hjá okkar liði en að fá á sig 17 mörk er ekki gott.  Staðan í hálfleik 17-13.  Einhver deifð yfir okkar leikmönnum og baráttuleysi.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ágætlega, byrjum fljótt að saxa á forskotið, vörnin og markvarslan lagaðist aðeins, staðan eftir 40 mín. 20-18.  Náðum svo að minnka muninn niður í eitt mark á 43 mín en lengra fórum við ekki í kvöld, til þess lékum við ekki nægjanlega vel.  Staðan eftir 50 mín.  24-19.  Við náðum ekki að gera neinar rósir það sem eftir lifði leiks og töpum þessu leik sanngjarnt. Lokatölur 28-24. Við lékum þennan leik illa, sérstaklega varð ég fyrir vonbrigðum með baráttu og andleysið sem boðið var upp á. Svona leikur er alls ekki í okkar anda og eitthvað sem ég hef ekki áhuga á að horfa á. Það vantaði Togga og kannski truflaði það eitthvað en þá eiga þeir sem hafa ef til vill spilað minna, að minna eitthvað á sig, ég kalla eftir bættu hugarfari hjá þeim leikmönnum.  Ég hef lítið nennt að minnast á dómara í vetur ákvað að sleppa þeim að mestu en þeir tveir sem dæmdu í kvöld voru slakir og það bitnaði frekar á okkur að mér fannst.  Mér fannst þeir fylgjast illa með, enginn lína í leiknum og tóku auðveldu leiðina að fylgja heimaliðinu ekki það að við hefðum sennilega ekki unnið þrátt fyrir að koma betur út úr dómgæslunni.  Þurfum að læra af þessum leik, þetta hugarfar dugar aldrei, næsti leikur er í bikarnum á laugardag gegn liði sem kann handbolta og því ljóst að við þurfum að mæta klárir til leiks.  Sjáumst á laugardag í Standgötu kl. 17:30. Í bikar er allt eða ekkert.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email