fbpx
20151202_211727

FRAMvöllurinn í Úlfarsárdal mokaður

Það voru 15 vaskir menn sem mættu vopnaðir skóflum og sköfum á FRAMvöllinn í Úlfarsárdal í gærkvöldi með það að markmiði að hreinsa völlinn af snjó svo hægt væri að halda úti æfingum.

20151202_211727

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að snjó hefur kyngt niður síðustu daga og kalt verið í veðri. Vellirnir okkar hafa ekki náð að hreinsa sig og því miður hafa þjálfarar neyðst til að fella niður nokkrar æfingar í vikunni.

20151202_200603-1-1

Þar sem ekki var útlit fyrir að völlurinn í Úlfarsárdalnum næði að hreinsa sig sjálfur á allra næstu dögum var ákveðið að gera tilraun til að moka völlinn. Fimmtán manns, iðkendur, foreldrar og þjálfarar, tóku höndum saman og mokuðu eins og þeim frekast var unnt og náðu að hreinsa u.þ.b. hálfan völlinn. Að góðu verki loknu gæddu menn sér svo á rjúkandi kaffi og smákökum í FRAMheimilinu.

20151202_204023

Margar hendur vinna létt verk og kunnum við þeim sem mættu okkar allra bestu þakkir.

20151202_212424

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email