fbpx
ÓLi gegn ir

Baráttu sigur á heimavelli í kvöld

Toggi gegn ÍRFRAMStrákarnir okkar í handboltanum mættu ÍR í síðasta heimaleik ársins á heimavelli í kvöld.  Það var ekkert sérlega vel mætt en rættist þó aðeins úr þegar á leikinn leið.  Strákarnir voru meira að segja seinir í gang í kvöld en stóðu sig vel.
Leikurinn var fjörugur en ekki nógu vel leikinn af okkar hálfu í fyrri hálfleik, við börðumst vel, náðum alltaf að setja mörk en varnarlega vorum við ekki að leika vel, Við vorum alltof bráðir, létum andstæðinginn teygja okkur úr stöðum trekk í trekk og fengum á okkur mjög auðveld mörk.  Vorum ekki að ná tökum á okkar varnarleik sem er dálítð eins og í síðustu leikjum, erum ekki að ná að halda skipulaginu.  Sóknarlega var leikurinn mjög opinn og það nýttum við okkur vel og náðum að setja töluvert af mörkum úr hraðaupphlaupum sem mér fannst mjög jákvætt, voru óhræddir við að sækja og taka auðveldu mörkin.  Leikurinn þróaðist þannig að við vorum að elta fyrstu 10 mín. leiksins, staðan 4-6.  Við náðum svo að jafna leikinn og eftir það varð munurinn aldrei meira en eitt mark til eða frá, staðan í hálfleik 16-15. Ekki ásættanlegt að fá á sig 15 mörk í fyrri hálfleik en gott að setja 16.   Það var því ljóst að við yrðum að laga vörnina ef við ættum ekki að bjóða hættunni heim.
Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn betur varnarlega og við náðum smátt og smátt að þétta vörnina. Það átti eftir að vera lykillinn að sigri í þessum leik, svo einfallt er það.  Staðan eftir 40 mín. 21-19. Við bættum svo jafnt og þétt við mörkum og náðu fimm marka forrustu eftir 48 mín.  Eftir þessa byrjun litum við ekki tilbaka, Breiðholtsdrengir reyndu eitthvað að sprikla en komust ekkert áfram gegn okkar vörn og niðurstaðan öruggur FRAM sigur 33-26.  Kristófer var góður í síðar hálfleik eða um leið og honum fór að líða vel fyrir aftan vörnina, Valtýr átti góða innkomu í þennan leik en þarf að fara að gíra sig upp í að spila heilan leik, eins og hann hafi ekki úthald til að klára leikina.  Held að hann geti gert betur og kalla eftir því, maður fer ekki útaf þegar maður fær tækifærið.  Það var frábært að fá Togga aftur flottur leikur hjá honum og gaman að sjá leikmenn fórna sér fyrir liðið.  Óli var góður í kvöld og flestir lögðu sitt af mörkum sem er gríðarlega mikilvægt. Flott liðsheild sem kláraði þennan leik og við þurfum að halda áfram á þessari braut.  Okkar síðasti leikur fyrir jólafrí verður eftir slétta viku í Mosó þar getum við tryggt okkur í deildarbikarinn sem verður leikinn milli jóla og nýárs. Mikilvægt að við FRAMarar mætum og styðjum strákana í þeim leik.  Láttu sjá þig !

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!